Erlent

Guido Westerwelle fallinn frá

Bjarki Ármannsson skrifar
Westerwelle var 54 ára.
Westerwelle var 54 ára. Vísir/Getty
Guido Westerwelle, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands, lést í dag úr hvítblæði. Hann var 54 ára.

Westerwelle varð ráðherra og aðstoðarkanslari í ríkisstjórn Angelu Merkel árið 2009 eftir mikinn kosningasigur flokks síns, Frjálsra demókrata.

Í ráðherratíð sinni boðaði Westerwelle takmörkuð inngrip hersins og lagðist til að mynda gegn aðgerðum Atlantshafsbandalagsins í Lýbíu árið 2011.

Westerwelle var samkynhneigður og kom opinberlega út úr skápnum árið 2004.

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, minnist Westerwelle á Facebook-síðu sinni í dag.

Der Tod von Guido Westerwelle hinterlässt uns in tiefer Trauer. Wir haben heute einen Menschen verloren, der unser Land...

Posted by Frank-Walter Steinmeier on 18. mars 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×