Herþyrlur, skriðdreki og hraðskreiðir bílar á Akranesi við tökur á Fast 8 Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2016 16:25 Það var heldur betur líf og fjör á Akranesi í dag þar sem tökur fóru fram á bandarísku stórmyndinni Fast 8. Sjá mátti þyrlur sveima yfir Faxabraut á meðan kraftbíl var ekið eftir henni og fengu Skagamenn að sjá skriðdreka ekið eftir götum bæjarins ásamt glæsilegum sportbílum. Áætlað er að tökum verði framhaldið áfram á Akranesi á morgun. Fyrir tveimur dögum lauk tökuteymi Fast 8 tökum við Mývatn sem höfðu staðið yfir frá því í byrjun mars. Mætti meðal annars leikarinn Tyrese Gibson til landsins til að fara með hlutverk Romans við tökur á myndinni við Mývatn.Sjá einnig: Tyrese Gibson orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands Engir af aðalleikurum myndarinnar eru staddir á Akranesi á meðan tökur fara þar fram. Þoli ekki þegar ég reyni að hjóla á götunni og einhver sigar á mig skriðdreka https://t.co/Rmj4FYU6nc— Benni Valur (@bennivalur) April 14, 2016 Áætlað er að á fjórða hundruð manns komi að framleiðslu myndarinnar hér á landi en áætlaður kostnaður er um 2,6 milljarðar króna og mun því endurgreiðsla úr ríkissjóði nema um 520 milljónum króna. Á meðan tökum stóð á Akranesi lögðu fjölmargir leið sína nærri hafnarsvæðinu í þeirri von um að verða vitni að einhverjum hasar. Varð þeim að ósk sinni en björgunarsveitarmenn gættu þess að vegfarendur færu ekki of nærri. Þegar reynt var að ná tali af einhverjum sem koma nálægt þessu verkefni báru þeir fyrir sig samkomulag sem þeir undirrituðu við bandaríska kvikmyndaverið Universal sem kveður á um að þeir megi ekki ræða á nokkurn hátt um verkefnið. Myndum hefur þó verið streymt inn á samfélagsmiðlana sem gefa til kynna hve umfangið er mikið. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndskeið frá tökustað í dag. Og fleiri myndir hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30 Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00 Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30 Íbúar Akraness beðnir um aðstoð við tökur á Fast 8 Beiðnin er nokkuð undarleg. 11. apríl 2016 16:31 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör á Akranesi í dag þar sem tökur fóru fram á bandarísku stórmyndinni Fast 8. Sjá mátti þyrlur sveima yfir Faxabraut á meðan kraftbíl var ekið eftir henni og fengu Skagamenn að sjá skriðdreka ekið eftir götum bæjarins ásamt glæsilegum sportbílum. Áætlað er að tökum verði framhaldið áfram á Akranesi á morgun. Fyrir tveimur dögum lauk tökuteymi Fast 8 tökum við Mývatn sem höfðu staðið yfir frá því í byrjun mars. Mætti meðal annars leikarinn Tyrese Gibson til landsins til að fara með hlutverk Romans við tökur á myndinni við Mývatn.Sjá einnig: Tyrese Gibson orðlaus yfir náttúrufegurð Íslands Engir af aðalleikurum myndarinnar eru staddir á Akranesi á meðan tökur fara þar fram. Þoli ekki þegar ég reyni að hjóla á götunni og einhver sigar á mig skriðdreka https://t.co/Rmj4FYU6nc— Benni Valur (@bennivalur) April 14, 2016 Áætlað er að á fjórða hundruð manns komi að framleiðslu myndarinnar hér á landi en áætlaður kostnaður er um 2,6 milljarðar króna og mun því endurgreiðsla úr ríkissjóði nema um 520 milljónum króna. Á meðan tökum stóð á Akranesi lögðu fjölmargir leið sína nærri hafnarsvæðinu í þeirri von um að verða vitni að einhverjum hasar. Varð þeim að ósk sinni en björgunarsveitarmenn gættu þess að vegfarendur færu ekki of nærri. Þegar reynt var að ná tali af einhverjum sem koma nálægt þessu verkefni báru þeir fyrir sig samkomulag sem þeir undirrituðu við bandaríska kvikmyndaverið Universal sem kveður á um að þeir megi ekki ræða á nokkurn hátt um verkefnið. Myndum hefur þó verið streymt inn á samfélagsmiðlana sem gefa til kynna hve umfangið er mikið. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá myndskeið frá tökustað í dag. Og fleiri myndir hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30 Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00 Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30 Íbúar Akraness beðnir um aðstoð við tökur á Fast 8 Beiðnin er nokkuð undarleg. 11. apríl 2016 16:31 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Lentu fyrir aftan skriðdreka í umferðinni á Akranesi Nú er verið að undirbúa að tökur fyrir Fast 8 á Akranesi og hafa mjög furðuleg ökutæki sést þar síðustu daga. 1. apríl 2016 15:30
Skip HB Granda víkja úr höfninni á Akranesi fyrir tökuliði Fast 8 Uppsjávarskipum HB Granda, Venusi NS og Víkingi AK, var siglt frá Akranesi til hafnar í Reykjavík til að rýma fyrir tökuliði Fast 8 – en skipin hafa legið við bryggju á Akranesi frá því að loðnuvertíð lauk. 11. apríl 2016 07:00
Staðgengill steinsins fékk sér húðflúr í Reykjavík Áhættuleikarinn Myles Humpus er staddur á landinu þessa dagana við tökur á Fast 8 og hann fékk sér nýtt húðflúr á Rvk. Inc á dögunum. 12. apríl 2016 13:30