Innlent

Íbúar Akraness beðnir um aðstoð við tökur á Fast 8

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Semenstreiturinn svokallaði.
Semenstreiturinn svokallaði.
Íbúar á Akranesi hafa verið beðnir um að aðstoða við tökur á stórmyndinni Fast 8 sem verið hefur verið í tökum hér á landi að undanförnu. Beiðnin er þó nokkuð óvenjuleg en íbúar sem búa í nágrenni við Sementsreitinn svokallaða þar í bæ hafa verið beðnir um kveikja á sem flestum ljósum, inni- og útiljósum alveg fram í næstu viku.

„Okkur langar voðalega að biðja ykkur kæru nágrannar að hjálpa okkur aðeins við gerð kvikmyndarinnar Fast8 með því að kveikja á sem flestum ljósum heima hjá ykkur yfir daginn (úti og inni ljósum) í þeirri hlið hússins sem snýr að Sementsverksmiðjunni. Við vitum að þetta hljómar undarlega en þetta mun víst hjálpa til við gerð kvikmyndarinnar,“ segir í dreifibréfi frá True North sem semt var á íbúa í nágrenni við Sementsreitinn.

Tökur á myndinni Fast 8 hafa staðið yfir á Íslandi að undanförnu og eftir nokkrar vikur í Mývatnssveit hefur tökuliðið fært sig yfir á Akranes þar sem tökur munu fara á fullt á næstu dögum.

Eru íbúar við Sementsreitinn beðnir um að hafa kveikt á úti- og inniljósum næstu daga, alveg fram að miðvikudeginum 20. apríl. Boðar True North líf og fjör í bænum næstu daga.

„Nú hefjast tökur í þessari viku og þá verður mikið líf og fjör á Akranesi, þetta byrjar hressilega með þyrlu sem verður á sveimi í dag mánudag uppúr hádegi og svo eykst bara umstangið á okkur.“

Dreifibréfið sem True North sendi á íbúa Akraness fylgir fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×