Formaður fjárlaganefndar segir alla leggjast á eitt um fjárlög fyrir jól Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2016 13:30 Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson. Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar er bjartsýnn á að fjárlagafrumvarpið komist til annarrar umræðu á Alþingi í næstu viku og það náist að afgreiða ný fjárlög fyrir jól. Hann hælir fulltrúum flokkanna í nefndinni fyrir nálgun þeirra á frumvarpið en segir að búast megi við nokkrum breytingum á því við þær aðstæður sem nú ríki á Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp starfsstjórnarinnar á Alþingi á þriðjudag í síðustu viku. Fyrstu umræðu lauk þann sama dag og fór frumvarpið til meðferðar hjá fjárlaganefnd. Þetta er í fjórða skipti í sögu lýðveldisins frá árinu 1945 sem starfsstjórn leggur fram fjárlagafrumvarp sem þýðir að enginn eiginlegur meirihluti er á bak við frumvarpið. Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar segir ekkert benda til annars en fjárlagafrumvarpið verði afgreitt út úr nefndinni til annarrar umræðu í næstu viku.Sýnist þér að nefndin muni gera nokkrar breytingar á frumvarpinu? „Já það er óhjákvæmilegt að minnsta kosti í þeirri stöðu sem við erum í núna. Þar sem við fordæmalausar aðstæður er verið að fjalla um fjárlagafrumvarp eins og allir þekkja. Þá verða einhverjar breytingar, lagfæringar þegar búið er að fara yfir málin. Það er í sjálfu sér ekki hægt að segja að við förum djúpt yfir frumvarpið, en það verða einhverjar breytingar já,“ segir Haraldur. Nú þegar enginn formlegur meirihluti er á þinginu segist Haraldur ekki verða var við að flokkablokkir séu að myndast í fjárlaganefnd. „Ég bara sé að allir flokkar eru að leggja sig fram af mikilli ábyrgð í vinnu í fjárlaganefndinni. Þetta eru sérstakar aðstæður og ég vil hrósa öllum flokkum fyrir hvernig þeir eru að nálgast þetta verkefni. Við höfum engar línur í flokkadráttum í þeirri vinnu alla vega hingað til,“ segir Haraldur. Hann vilji ekki slá neinu föstu um breytingar á útgjöldum til einstakra málaflokka þótt sterkar meiningar séu innan nefndarinnar um ýmislegt.Stefnir þú að því að það verði til eitt álit nefndarinnar? „Ég ætla nú að láta tímann aðeins líða með það. Ekki hafa uppi neinar yfirlýsingar. En ætla aftur að hæla öllum sem að þessu koma,“ segir formaður fjárlaganefndar. Þannig að það er nokkur von í þínum huga að Alþingi takist að afgreiða fjárlög fyrir jól? „Já ég er mjög vongóður um það,“ segir Haraldur Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira