Gunnar Scheving sakfelldur fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2016 16:58 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Í dómi Hæstaréttar, sem sjá má hér, segir meðal annars: „Upplýsingar um nafn, aldur, búsetusvæði og andlegt ástand 13 ára gamals drengs, sem ákærði fékk vitneskju um í starfi sínu sem lögreglumaður og hann hafði afskipti af, sem og tilgreining ástæðu afskiptanna, falla ótvírætt undir upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt og sanngjarnt er að fari leynt. Upplýsingar þessar gaf ákærði af ásetningi og skiptir þá að öðru leyti engu hvort hann hafi um leið búið yfir ásetningi til að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði með þeirri háttsemi sem greinir í öðrum lið ákæru brotið gegn því lagaákvæði og verður sakfelldur fyrir hana.“ Gunnari er hins vegar ekki gerð refsing í málinu og lítur dómurinn meðal annars til þess að hann hafi ekki hlotið dóm áður. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ekki var hægt að útiloka að uppflettingarnar í upplýsingakerfinu tengdust starfi hans. Þá stóð eftir síðari ákæruliðurinn sem sneri að því sem Hæstiréttur hefur nú sakfellt Gunnar fyrir. Í kjölfar sýknudóms héraðsdóms sneri Gunnar aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Hæstiréttur hefur sakfellt lögreglumanninn Gunnar Scheving Thorsteinsson fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu opinberra starfsmanna er hann miðlaði til upplýsingum til þriðja aðila sem leynt áttu að fara. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað Gunnar. Í dómi Hæstaréttar, sem sjá má hér, segir meðal annars: „Upplýsingar um nafn, aldur, búsetusvæði og andlegt ástand 13 ára gamals drengs, sem ákærði fékk vitneskju um í starfi sínu sem lögreglumaður og hann hafði afskipti af, sem og tilgreining ástæðu afskiptanna, falla ótvírætt undir upplýsingar um einkahagi manna sem eðlilegt og sanngjarnt er að fari leynt. Upplýsingar þessar gaf ákærði af ásetningi og skiptir þá að öðru leyti engu hvort hann hafi um leið búið yfir ásetningi til að brjóta með þeirri háttsemi gagngert gegn 136. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt framangreindu hefur ákærði með þeirri háttsemi sem greinir í öðrum lið ákæru brotið gegn því lagaákvæði og verður sakfelldur fyrir hana.“ Gunnari er hins vegar ekki gerð refsing í málinu og lítur dómurinn meðal annars til þess að hann hafi ekki hlotið dóm áður. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar LÖKE, án þess að þær uppflettingar tengdust starfi hans. Sá ákæruliður var hins vegar felldur niður þar sem ekki var talið sannað að Gunnar hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi. Ekki var hægt að útiloka að uppflettingarnar í upplýsingakerfinu tengdust starfi hans. Þá stóð eftir síðari ákæruliðurinn sem sneri að því sem Hæstiréttur hefur nú sakfellt Gunnar fyrir. Í kjölfar sýknudóms héraðsdóms sneri Gunnar aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55
LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. 7. júlí 2015 13:22
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
Dæmdur fyrir ærumeiðingar í garð Gunnars Tæplega þrítugur karlmaður þarf að greiða Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni 250 þúsund krónur í miskabætur. 7. október 2015 16:42