LÖKE-málið: Ekki rétt að víkja Gunnari tímabundið frá störfum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 13:22 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm. Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, mátti ekki víkja Gunnari Scheving Thorsteinssyni, lögreglumanni, tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins svokallaða. Gunnar sneri aftur til starfa hjá lögreglunni í mars síðastliðnum. Þetta er niðurstaða nefndar sem fjallaði um málið á grundvelli 27. greinar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna en Vísir hefur álit nefndarinnar undir höndum. Alls skipuðu þrír nefndina, þau Kristín Benediktsdóttir, formaður hennar, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til málsins en Helgi Valberg skilaði séráliti.Líta verður til eðlis og alvarleika brotanna Í áliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki hafi verið grundvöllur til þess að víkja Gunnari úr starfi þrátt fyrir að hann hafi verið grunaður um refsiverða háttsemi. Segir í álitinu að líta verði til eðllis og alvarleika brotanna eins og þeim er lýst í ákæru en þegar það sé gert leiki verulegur vafi á því að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. 68. gr. almennra hegningarlaga. Greinin heimilar að víkja opinberum starfsmanni frá störfum fremji hann refsiverðan verknað, eins og það er orðað í lögunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Gunnar af ákæru um að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. Upphaflega var Gunnar einnig ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, en sá ákæruliður var hins vegar felldur niður.Fordæmi fyrir lögreglumenn Í greinargerð sem Gunnar skilaði inn til nefndarinnar sem fjalllað um tímabundna brottvikningu hans úr starfi kemur fram að hann hafi orðið fyrir miklum óþægindum vegna málsins. Þá segir jafnframt þess megi rekja til ósannra og ærumeiðandi ávirðinga þáverandi aðstoðarlögreglustjóra á Suðurnesjum, Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sem er núna aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður Gunnars, segir í samtali við Vísi að þetta sé í fyrsta skipti sem úrskurðað sé að ekki hafi verið rétt staðið að tímabundinni brottvikningu lögreglumanns úr starfi. „Það hafa í raun og veru aldrei verið sett nein lægri mörk hvaða háttsemi nægir ekki til að svipta embætti þannig að ég myndi segja að fordæmið í þessu máli fyrir lögreglumenn sé nokkuð mikið.“ Aðspurður um hvaða skref séu næst fyrir skjólstæðing hans segir Garðar að núna verði farið yfir hversu háar bætur Guunnar mun krefjast frá ríkinu. Náist ekki að semja um þær fyrir utan dómstóla muni málið fara fyrir dóm.
Tengdar fréttir LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33 Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55 Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09 Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10 Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
LÖKE-málið: Ríkissaksóknari áfrýjar sýknudómi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hyggst áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir lögreglumanninum Gunnari Scheving Thorsteinssyni til Hæstaréttar. 9. apríl 2015 18:33
Gunnar Scheving sýknaður í LÖKE-málinu Var ákærður fyrir að miðla upplýsingum sem áttu að fara leynt til þriðja aðila. 17. mars 2015 09:55
Datt ekki í hug að hann yrði ákærður fyrir að ræða við vin sinn Gunnar Scheving sagði fyrir dómi að ákæra í LÖKE-málinu væri ekki í samræmi við það sem kennt væri í lögregluskólanum. 17. mars 2015 12:09
Gunnar Scheving snýr aftur til starfa hjá lögreglunni Tekur fyrstu vaktina um helgina. 18. mars 2015 17:10
Fékk aftur traust á lögreglu Ákæru gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni var breytt áður en til aðalmeðferðar kom. Gunnar segir að LÖKE-málið hafi breytt lífi sínu. Hann er óákveðinn í því hvort hann fer aftur til starfa hjá lögreglu. 9. mars 2015 07:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent