Sagðist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. maí 2016 06:00 Werner Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár. Fréttablaðið/EPA Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns. Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Werner Faymann kanslari hefur sagt af sér, hálfum mánuði eftir að Sósíaldemókrataflokkur hans galt afhroð í fyrri umferð forsetakosninga. Faymann segist ekki lengur hafa stuðning flokksfélaga sinna: „Meirihlutinn dugar ekki,“ segir hann. „Þetta land þarf kanslara sem hefur flokkinn allan að baki sér.“ Flokkurinn segir að arftaki hans verði kynntur þjóðinni á þriðjudag í næstu viku. Formlega verði hann svo kosinn á flokksþingi þann 25. júní. Mikil ólga hefur verið innan flokksins síðustu vikur og mánuði, bæði vegna kosninganna en einnig vegna þess að Faymann ákvað í mars að ekki yrði tekið við nema 80 umsóknum hælisleitenda á dag. Jafnframt var landamærunum að Slóveníu lokað, en þaðan hafði meginstraumur flóttafólks til Austurríkis komið. Faymann hafði fram að því eindregið stutt stefnu Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að taka vel á móti öllu því flóttafólki, sem kæmi til Evrópulanda frá átakasvæðum í Mið-Austurlöndum og víðar. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flutti ávarp á austurríska þinginu 28. apríl og gagnrýndi þar harðlega nýtekna ákvörðun þingsins um að loka landamærunum, að fyrirmynd Ungverjalands og fleiri landa í austanverðri Evrópu. Fyrri umferð forsetakosninganna fór þannig, að Norbert Hofer, frambjóðandi Frelsisflokksins, hlaut 36 prósent atkvæða og Alexander Van der Bellen, frambjóðandi Græningja, fékk 20 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna sunnudaginn 22. maí næstkomandi. Frambjóðandi sósíaldemókrata fékk aðeins 11 prósent atkvæða. Frelsisflokkur Hofers er flokkur þjóðernissinna yst af hægri vængnum, sami flokkur og Jörg Haider var í forystu fyrir í hálfan annan áratug undir lok síðustu aldar. Flokkurinn hefur verið harðastur austurrískra flokka í andstöðu við útlendinga og flóttafólk. Margir félagar Faymanns í Sósíaldemókrataflokknum segja hann hafa fært sig of langt í áttina að Frelsisflokknum. Faymann hefur verið kanslari Austurríkis í nærri sjö og hálft ár, eða frá því í desember árið 2008. Austurrískir fjölmiðlar segja Christian Kern líklegan arftaka Faymanns.
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira