Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2016 18:00 Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12