Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2016 18:00 Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson. Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stærsta sjófæra víkingaskip veraldar sigldi inn í gömlu höfnina í Reykjavík í dag, á leið sinni frá Noregi til Ameríku. Tilgangur leiðangursins er að minnast Vínlandsferða Leifs heppna og félaga fyrir þúsund árum. Það kallast Drekinn Haraldur hárfagri en seglið lá niðri og sigldi það því síðasta áfangann í gærkvöldi inn til Sundahafnar fyrir vélarafli. Stórt fylgdarskip, Vikingfjord, er með í för en norskur frumkvöðull, Sigurd Aase, sem auðgaðist á olíuiðnaði, stendur fyrir leiðangrinum.Dráttarbáturinn Magni með heiðursbunu fyrir Drekann Harald hárfagra á ytri höfninni.Vísir/Stefán Karlsson.Í dag var seglið svo sett upp, 33 manna áhöfn sjálfboðaliða sigldi skipinu út á ytri höfnina en þar tók dráttarbáturinn Magni á móti Drekanum með myndarlegri vatnsbunu. Þetta er 35 metra langskip, sjósett í Noregi fyrir fjórum árum en norski auðjöfurinn lét smíða skipið í þeim megintilgangi að heiðra Leif Eiríksson og félaga og jafnframt til að minna umheiminn á að það voru norrænir menn sem fyrstir Evrópumanna uppgötvuðu Ameríku á skipum sem þessum.33 manna áhöfn sjálfboðaliða siglir skipinu frá Noregi til Ameríku.Vísir/Stefán Karlsson.Slík sigling yfir úthaf er þó ekki einföld. Á leiðinni til Íslands tafðist Drekinn fyrst vegna bilunar á Hjaltlandseyjum og síðan vegna veðurs í Færeyjum og er hann nú tíu dögum á eftir áætlun. En leiðangurinn er rétt að byrja. Framundan er sex mánaða ferðalag til Grænlands, Kanada og Bandaríkjanna en lokaáfangastaðurinn verður New York í haust.Hafnarstjórinn Gísli Gíslason fylgir skipstjóranum, Birni Ahlander, frá borði og til móttökuathafnar uppi á bryggju. Fyrir aftan má sjá norska sendiherrann, Cecilie Landsverk.Vísir/Stefán Karlsson.Við Sjóminjasafnið á Granda buðu hafnarstjórinn og norski sendiherrann skipverjana velkomna, ásamt sænskum karlakór, en skipstjórinn, Björn Ahlander, er Svíi. Næstu tvo til þrjá daga munu skipið liggja við Hörpu og þar verður það til sýnis milli klukkan fjögur og sex.Drekinn Haraldur hárfagri verður til sýnis við Hörpu næstu 2-3 daga milli klukkan 16 og 18.Vísir/Stefán Karlsson.
Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri kominn á Selvogsbanka Víkingaskipið, sem siglir í kjölfar Leifs heppna til Ameríku, er væntanlegt til Reykjavíkur í nótt eða á morgun. 9. maí 2016 11:12