Mótmælin á Austurvelli: Sænskir túristar fastir í bíl og mótmælendur vopnaðir banönum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 5. apríl 2016 09:00 Mótmælendur töldu táknrænt að mæta með banana á Austurvöll. Visir/Villhelm Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer. Panama-skjölin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Mótmælendur á Austurvelli köstuðu banönum og eggjum að Alþingishúsinu í gær. Lögregla telur að í kringum 10-15 þúsund manns hafi verið á mótmælunum en skipuleggjendur töldu allt að 22 þúsund manns. Hildur Margrétardóttir með bananaknippi. Fréttablaðið/KristjanaEnginn var handtekinn eftir að mótmælin hófust, að sögn lögreglu, og enginn særðist. En áður en mótmælin hófust var einn handtekinn fyrir að henda skyri í þinghúsið. „Við erum auðvitað með banana, enda búum við í bananalýðveldi,“ segir Helga Margrét Reinharðsdóttir, sem mætti til mótmæla ásamt dóttur sinni í gær. Báðar héldu þær á bananaknippi. „Þetta er fáránlegt að halda að hann komist upp með þetta. Að hann skuli glotta framan í okkur og ætli ekki að fara úr embætti,“ segir dóttir hennar, Hildur Margrétardóttir, og segist ekki munu gefast upp fyrr en forsætisráðherra hefur sagt af sér. Ómar Ragnarsson telur stöðuna alvarlega. Fréttablaðið/KristjanaTöpuðum ærunniÓmar Ragnarsson fréttamaður mætti til mótmælanna og sagði stöðuna grafalvarlega. Krafan þeirra um umbætur væri þung. Þyngri en eftir hrunið. „Í mótmælunum eftir hrunið mætti fólk sem hafði tapað eigum sínum,“ sagði Ómar. „Nú eru komnir hingað vonsviknir Íslendingar sem finnst þeir hafa tapað einhverju sem er miklu verðmætara. Ærunni, traustinu,“ bætti hann við. „Þetta er svo miklu alvarlegra.“Kristofer og Mads léttir í lundu þrátt fyrir að vera pikkfastir í umferðinni við Austurvöll. Fréttablaðið/KristjanaFastir í umferðinniÞeir Kristofer og Mads frá Stokkhólmi sátu fastir í bifreið sinni fyrir utan Hótel Borg. „Við höfum verið hér í um klukkustund, sagði Kristofer. „Þetta er óneitanlega sérstök upplifun. Mér finnst gott að Íslendingar mótmæla,“ segir Mads og sagði þeim félögum nokkuð sama um að vera fastir í bifreiðinni. Athæfi forsætisráðherra væri með ólíkindum. Þeir hafa fylgst með fréttum af málinu í Svíþjóð. „Við óskum ykkur alls góðs. Bara að við verðum ekki bensínlausir,“ segir Kristofer.
Panama-skjölin Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira