Vilja herða reglur um gjaldfrjáls bílastæði Sæunn Gísladóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Auðunn Bílastæðanefnd leggur til að færa mörk koldíoxíðs, sem heimila fólki að leggja endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði við götur Reykjavíkur, niður úr hundrað grömmum af koldíoxíði á kílómetra í blönduðum akstri í fimmtíu grömm (tengiltvinnbifreiðar) á næsta ári. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), undrast að bílastæðanefnd vilji fara svona bratt í takmarkanir. Fjöldi bifreiðaeigenda hefur fengið afhentar skífur fyrir visthæfar bifreiðar frá Bílastæðasjóði Reykjavíkur. Á síðasta ári voru afhentar um tvö þúsund skífur og á fyrstu tveimur mánuðum ársins höfðu verið afhentar þúsund skífur. Í ljósi þessa telur bílastæðanefnd því tímabært að þrengja reglur til að hvetja borgarbúa til að draga enn frekar úr mengun með visthæfum samgöngum. Í nýrri tillögu er einungis gert ráð fyrir að bifreiðar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta, metanbifreiðar og vetnisbifreiðar fái gjaldfrjáls stæði. Skráð eigin þyngd bifreiða með rafgeymi/brunahreyfli, sem gefa frá sér minna en 50 grömm af koldíoxíði per kílómetra, mun þurfa að vera minni en 1.600 kg í stað 1.800 kg. „Mér kemur í opna skjöldu að svo bratt skuli farið í þetta. Þetta verður mikil skerðing, ég hefði haldið að menn gerðu þetta í áföngum yfir lengri tíma. Það má ekki gleyma því að fjöldi einstaklinga er búinn að fjárfesta í ökutækjum sem nýta eldsneyti vel og uppfylla þessi markmið um að geta lagt endurgjaldslaust í stæði, þannig að þetta getur breytt forsendum hjá fólki,“ segir Runólfur Ólafsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Bílastæðanefnd leggur til að færa mörk koldíoxíðs, sem heimila fólki að leggja endurgjaldslaust í gjaldskyld bílastæði við götur Reykjavíkur, niður úr hundrað grömmum af koldíoxíði á kílómetra í blönduðum akstri í fimmtíu grömm (tengiltvinnbifreiðar) á næsta ári. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), undrast að bílastæðanefnd vilji fara svona bratt í takmarkanir. Fjöldi bifreiðaeigenda hefur fengið afhentar skífur fyrir visthæfar bifreiðar frá Bílastæðasjóði Reykjavíkur. Á síðasta ári voru afhentar um tvö þúsund skífur og á fyrstu tveimur mánuðum ársins höfðu verið afhentar þúsund skífur. Í ljósi þessa telur bílastæðanefnd því tímabært að þrengja reglur til að hvetja borgarbúa til að draga enn frekar úr mengun með visthæfum samgöngum. Í nýrri tillögu er einungis gert ráð fyrir að bifreiðar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta, metanbifreiðar og vetnisbifreiðar fái gjaldfrjáls stæði. Skráð eigin þyngd bifreiða með rafgeymi/brunahreyfli, sem gefa frá sér minna en 50 grömm af koldíoxíði per kílómetra, mun þurfa að vera minni en 1.600 kg í stað 1.800 kg. „Mér kemur í opna skjöldu að svo bratt skuli farið í þetta. Þetta verður mikil skerðing, ég hefði haldið að menn gerðu þetta í áföngum yfir lengri tíma. Það má ekki gleyma því að fjöldi einstaklinga er búinn að fjárfesta í ökutækjum sem nýta eldsneyti vel og uppfylla þessi markmið um að geta lagt endurgjaldslaust í stæði, þannig að þetta getur breytt forsendum hjá fólki,“ segir Runólfur Ólafsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira