Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 11:31 Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingishúsið í gær. Vísir/Friðrik Þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu