Innlent

Sigmundur mættur á Bessastaði: "Ja, fundurinn er ekki búinn enn“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigmundur Davíð mætir til fundarins í dag.
Sigmundur Davíð mætir til fundarins í dag. Vísir/Stefán
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er mættur á Bessastaði til fundar með forseta Íslands.Fjölmiðlamenn bíða fyrir utan Bessastaði á meðan forseti og forsætisráðherra funda.Vísir/Birgir
Hann fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og greindi frá því á Facebook-síðu sinni í kjölfarið að hann væri tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga nyti hann ekki stuðnings þingmanna Sjálfstæðisflokksins.

Sigmundur Davíð var spurður að því við komuna til Bessastaða um hvað fundurinn snerist?

„Ja, fundurinn er ekki búinn enn,“ sagði Sigmundur og gekk á fund Ólafs Ragnars Grímssonar.

Uppfært 13.20: Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf var í beinni útsendingu frá Bessastöðum og er aðgengilegur í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka

Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.