"Forsetinn tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:10 Björg Thorarensen er prófessor í stjórnskipunarrétti. Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands. Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti segir ákvörðun forseta Íslands um að neita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra um heimild til þingrofs fordæmislausa og óvenjulega. Þetta sagði hún í beinni útsendingu á RÚV nú klukkan eitt. Eins og fram hefur komið kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta lýðveldisins nú í hádeginu. Erindið var að biðja um heimild til þingrofs, nú eða síðar. Ólafur Ragnar hafnaði beiðninni eins og greint hefur verið frá á Vísi.Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Bessastöðum í dag.Vísir/Anton Brink„Ég myndi segja að forsetinn stígi þarna með mjög afgerandi hætti inn á pólitískan vettvang. Ég þekki ekki dæmi þess að forsetinn hafi formlega og með rökstuddri afstöðu hafnað ósk um þingrof. Mér sýnist það að forseti taki sér það hlutverk að ganga og gæta hagsmuna meirihluta þingsins vegna þess að hann telur að forsætisráðherra hafi ekki stuðning á bakvið þessa tillögu um þingrof eins og hann ber hana fram.“ Björg segir þetta í meira lagi óvenjulegt. Hún segir jafnframt að ekki hæfi að vísa til sögunnar í þessu samhengi eftir breytingu á lögum um stjórnskipun. Þingið sjálft getur brugðist við ef forsætisráðherra gengur gegn vilja meirihluta þingsins. „Þótt að þing yrði rofið þá myndi það sitja áfram og takast á við pólitískar afleiðingar af þessari mjög svo óvenjulegu tillögu sem kemur fram frá forsætisráðherra.“ „Forsetinn hér tekur að sér að verða gæslumaður ríkisstjórnarinnar.“ Þá sagði Björg ómögulegt að spá fyrir um framtíð ríkisstjórnar Íslands.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Forseti neitar Sigmundi um heimild til þingrofs Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði eftir heimild frá Forseta til að rjúfa þing. 5. apríl 2016 12:47