Mun færri samankomnir á Austurvelli en í gær Bjarki Ármannsson skrifar 5. apríl 2016 17:49 Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni en í gærkvöldi. Vísir/Ernir „Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Þetta er ekkert í líkingu við það sem var í gær,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um mótmælin sem hófust á Austurvelli nú klukkan fimm. Að hans mati eru um 300 til 500 manns samankomnir fyrir framan Alþingishúsið en enn einhverjir að mæta. „Það er byrjað að koma eitthvað af eggjum, bönunum og öðrum matvælum hingað yfir girðinguna,“ segir hann. „En við erum alveg með nægan mannskap til að eiga við þetta eins og í gær.“ Austurvöllur gott sem troðfylltist í gær af mótmælendum sem kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Töldu skipuleggjendur að rúmlega tuttugu þúsund manns hefðu látið sjá sig. Ljóst er að mótmælin í kvöld verða mun umfangsminni, mögulega vegna þeirra tíðinda að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sagt af sér embætti forsætisráðherra. Blaðamenn fréttastofu á staðnum telja að rúmlega þúsund manns séu samankomnir á Austurvelli. Að þeirra sögn er ekki síður hávaði í hópnum en í gær, auk þess sem mótmælendur komast nú nær Alþingishúsinu þar sem ekkert svið hefur verið sett upp. „Oft er það ekkert fjöldinn sem skiptir máli,“ segir Ásgeir, aðspurður hvort hann telji að lögreglu bíði auðveldara verkefni en í gærkvöldi. „Það var til dæmis ekkert erfitt í gær, fólkið var upp til hópa yndislegt. Það fer meira eftir samsetningunni en fjöldanum.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Segir ráðamenn þjóðarinnar misskilja málið. 5. apríl 2016 17:03