Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 21:16 Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“ Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira
Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“
Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Reisa minnismerki um síðtogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Sjá meira