Náði sér í nýjan stegg þegar sá gamli var orðinn slappur Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 21:16 Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“ Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira
Álftarpar í Elliðaárdal syndir nú um með sex unga á lóninu við Árbæjarstíflu. Nágrannar telja skýringuna á frjóseminni vera þá að kvenfuglinn hafi yngt upp og fengið sér ungan stegg þegar sá gamli var orðinn haltur. Það eru liðnar fjórar vikur frá því ungarnir sex sáust fyrst eftir að þeir yfirgáfu hreiðrið, sem er í hólma skammt ofan stíflunnar. Þeir virðast hafa skriðið úr eggjunum í kringum 20. maí. Við fengum fuglafræðinginn Ólaf Einarsson og Árbæinginn og landslagsarkitektinn Reyni Vilhjálmsson til að segja okkur frá álftinni og notuðum brauð til að lokka fjölskylduna nær okkur. Fuglafræðingurinn mælir raunar gegn brauðgjöfum yfir sumartímann.Ólafur Einarsson fuglafræðingur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er alveg einstakt í borginni að hafa álftina í svona návígi. Þetta eru glæsilegir fuglar og vonandi njóta flestir borgarbúar þess að koma í Elliðaárdalinn,” segir Ólafur. Fyrir íbúana í kring hefur álftin mikla þýðingu. „Á hverju einasta vori eru allir nágrannar mínir, og miklu fleiri, sem fylgjast alveg með varpinu. Þeir vita nokkur veginn hvenær von er á ungunum og fylgjast með. Og um leið og það kemur þá berst það eins og eldur um sinu; að það séu komnir ungar hjá álftinni,” segir Reynir. Hann hefur aldrei áður séð sex unga og hefur þó búið í nágrenni við álftina í yfir 40 ár. Hún hafi orpið á hverju ári en þó ekki allaf sama parið. Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og íbúi við Árbæjarlón.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fuglafræðingurinn segir greinilegt að álftin braggist vel á Árbæjarlóni. „Sex ungar er mjög gott hjá álftinni. Þetta eru svona vanalega 4-5. En svo eru fjölskyldurnar minni uppi á hálendinu. Þar eru færri ungar, kannski 3-4,” segir Ólafur. Reynir spyr hvort frjósemin stafi af því að kvenfuglinn hafi náð sér í ungan stegg fyrir nokkrum árum þegar sá gamli var orðinn slappur. „Hann var haltur og kom svo ekki eitt vorið. En í staðinn þá náði hún sér bara í annan karl. Hún bara yngdi upp.“
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld Sjá meira