Móðir Arnórs Ingva svarar spurningunni hvort hetjan sé Keflvíkingur eða Njarðvíkingur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 09:30 Arnór Ingvi mætti í afmæli litla bróður síns Viktors Árna þann 5. júní en Viktor varð níu ára 6. júní. Að sjálfsögðu var fótbolti spilaður. Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Nafn hans er á allra vörum en hann hefur skotist upp á stjörnuhimininn á mettíma. Nafnið er Arnór Ingvi Traustason sem tryggði Íslendingum sigur gegn Austurríki á Stade de France á dögunum. Mark sem tugir milljóna hafa séð enda athyglin á íslenska liðinu mikil en lýsing Gumma Ben á markinu hefur gert það að verkum að markið hefur komið fyrir augu svo margra. Hetja var Arnór Ingvi og eins og gerist með hetjur vilja margir eiga eitthvað í hetjunum. Sumir höfðu alltaf trú á honum og spáðu glæstri framtíð, aðrir voru með honum í bekk eða áttu börn með honum í bekk, aðrir þekkja þann sem klippir hárið á honum og þannig mætti ltengi telja. Arnór Ingvi ásamt Viktori Árna bróður sínum á hjólabát í Annecy í Frakklandi. Raunveruleg dæmi eru þó í Reykjanesbæ þar sem Keflvíkingar og Njarðvíkingar keppast um hlutdeild í hinum 22 ára Arnóri Ingva. En hvort er það Keflvíkingurinn Arnór Ingvi eða Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi? „Við foreldrarnir erum uppalin í Keflavík og bjuggum alltaf þar,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Una Kristín Stefánsdóttir, móðir Arnórs Inga. „En svo keyptum við okkur hús í Njarðvík!“Þar með flækast málin. Arnór Ingvi byrjaði þriggja ára gamall að æfa fótbolta hjá Njarðvík þar sem Freyr Sverrisson var þjálfari. Una segir Frey hafa sinnt mikilvægu hlutverki í uppeldi Arnórs Ingva„Hann gekk í skóla í Keflavík og var aldrei í skóla í Njarðvík,“ segir Una en … „hann var í körfu í Njarðvík.“Arnór Ingvi hætti í körfu til að einbeita sér að fótboltanum og eftir fjórða flokk, þegar hann var 15 ára, skipti hann um félag.„Honum fannst hann þurfa meiri ögrun svo hann ákvað að fara yfir í Keflavík.“Arnór Ingvi í stuði eftir leikinn á Stade de France.Vísir/VilhelmÓhætt er að segja að Keflvíkingar hafi verið með sterkara lið en Njarðvík. Liðið varð Íslandsmeistari í 3. flokki sumarið 2009 og vann b-deildina í 2. flokki sumarið 2010. Þar var Arnór Ingvi á yngsta ári en samt fastamaður í byrjunarliði. Athyglisvert er að báðir titlarnir unnust á markatölu.Hinn sautján ára gamli þreytti líka frumraun sína með meistaraflokki Keflavíkur sumarið 2010, aðeins sautján ára. Hann kom inn á sem varamaður í tveimur leikjum og opnaði markareikning sinn í efstu deild með marki í 4-1 sigri á ÍBV í lokaumferðinni.Arnór Ingvi var lykilmaður í liði Keflavíku í Pepsi-deildinni sumurin 2011, 2012 og 2013 áður en atvinnumennskan bankaði á dyrnar.En hvort er Arnór Ingvi þá Njarðvíkingur eða Keflvíkingur?„Ég held að hann sé bara ekta Reyknesbæingur,“ segir Una Kristín móðir hans. „Ég held hann líti helst þannig á það sjálfur.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00 Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33 Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í uppbótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. 23. júní 2016 07:00
Arnór Ingvi var að spila sinn fyrsta leik á EM og skoraði sigurmarkið | Sjáðu sigurmarkið Arnór Ingvi Traustason fékk sínar fyrstu mínútur á Evrópumótinu í Frakklandi í kvöld og nýtti þær til fullnustu. 22. júní 2016 18:33