Fát kom á nýja forsetann þegar fyrstu tölur voru kynntar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. júní 2016 13:15 „Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Þetta er einstök tilfinning. Þegar ég hóf baráttuna þá vissi ég að þetta gæti orðið niðurstaðan svo ég var búinn undir hana,“ sagði nýr forseti, Guðni Th. Jóhannesson, í morgunsárið. Guðni tók á móti fjölmiðlamönnum í morgun. Guðni sagði meðal annars að stóran hluta baráttunnar hafi hann verið með mikið fylgi og hann hafi alltaf grunað að svo gæti farið að hann myndi standa uppi sem sigurvegari. Eftir að nær dróg kjördegi hafi sú niðurstaða sífellt orðið líklegri. Síðustu daga fyrir kjördag sótti Halla Tómasdóttir mjög að honum og þegar fyrstu tölur voru kynntar í gær, úr Suðurkjördæmi, munaði aðeins um prósenti á þeim. „Þá kom fát á mig. Ég vissi að Halla hafði sótt mjög á, skiljanlega, og ég sá fyrir mér að munurinn milli okkar yrði ekki eins mikill og kannanir höfðu sýnt. En að það yrði svona hnífjafnt, það hafði ég ekki séð fyrir mér.“ Framundan hjá nýkjörnum forseta eru fleiri viðtöl í dag og hylling forseta fyrir utan heimili hans klukkan 16 í dag. Að henni lokinni fær Guðni „langþráð frí í nokkra klukkutíma“ áður en hann heldur út til Frakklands að horfa á leik Íslands og England í 16-liða úrslitum Evrópumótsins.Börnin spenntari yfir afmæliskökunni „Ég er mjög spennt,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. „Það hefur verið mjög gaman að ferðast um landið undanfarnar sex vikur og nú hlakka ég til framtíðarinnar og að flytja.“ Eliza og Guðni eiga saman fjögur ung börn en það elsta er fætt árið 2007. Eliza segir að börnin hafi ekki enn áttað sig á því hvað hafi gerst. „Þau eru í raun spenntari fyrir því að í dag er afmælisdagur pabba þeirra. Hér er risastór kaka og hún er meira spennandi forsetaembættið.“ Guðni hyggst undirbúa sig fyrir nýja embættið með því að tala við fólk, hlusta á það og þiggja af því ráð. „Svo ætla ég að leggja línur með sjálfum mér og öðrum. Ég þarf að undirbúa mig fyrir þingkosningarnar í haust þar sem væntanlega verða stjórnarskipti. Það er mikilvægt að sá sem gegnir embættinu hafi tilfinningu hvað sé líklegast að fólk vilji innan þings og utan þess og að hann búi svo um hnútana að slík skipti gangi eins greitt fyrir sig og mögulega er unnt.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er nýr forseti Íslands Þegar lokatölur liggja fyrir í fimm kjördæmum af sex er Guðni með rúmlega tíu prósenta forskot á Höllu Tómasdóttur. 26. júní 2016 08:42
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44