Taldist tilraun til nauðgunar að reyna að þvinga fram kynmök með myndefni af Snapchat Bjarki Ármannsson skrifar 15. maí 2016 13:45 Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“ Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Dómur sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra nýverið yfir manni sem reyndi að neyða fimmtán ára dreng til kynmaka í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat markar tímamót að mati varahéraðssaksóknara. Hún telur að fleiri slík mál eigi eftir að koma fram í dagsljósið. Brot mannsins fólst í því að villa á sér heimildir á samskiptamiðlinum Snapchat og hefja samskipti við fimmtán ára dreng. Hann fékk drenginn til að senda sér kynferðisleg myndbönd og hótaði honum síðar að hann myndi gera myndirnar aðgengilegar á netinu ef hann hefði ekki kynmök við ákveðinn mann. Sá aðili reyndist vera hann sjálfur. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að sér vitandi sé þetta í fyrsta sinn sem það reyni á tilraunaákvæði í tengslum við nauðgun með þessum hætti. „Þarna var látið reyna á það hvort það teldist tilraun til nauðgunar að setja sig í samband við þennan dreng og nota þetta efni til að reyna að þvinga fram kynmök,“ segir Kolbrún. „Þá var byggt á því að í því að hóta því að birta þetta viðkvæma efni fælist svokölluð ólögmæt nauðung. Það er ein af verknaðaraðferðunum í nauðgunarákvæðinu. Héraðsdómur féllst á þessi rök og ég veit ekki til þess að það hafi reynt á þetta með sambærilegum hætti áður.“ Maðurinn var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kolbrún segir það ekkert verra ef dómnum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Verði hann staðfestur þar hafi hann töluvert meira fordæmisgildi. „Ég hef nú fengið upplýsingar um að það séu fleiri svipuð mál sem hafa ratað til lögreglu þar sem einhver hefur undir höndum viðkvæmt kynferðislegt efni og það hefur verið reynt að fá fram kynferðismök gegn því að það verði ekki sett á netið,“ segir Kolbrún. „Og ég held að við getum alveg gefið okkur það að það séu fleiri mál þó þau hafi ekki öll ratað til lögreglu, því ég held að það sé mjög erfitt að fara til lögreglu með svona mál. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá einhverja aukningu í þessum málum.“
Tengdar fréttir Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sakfelldur fyrir að reyna að þvinga fimmtán ára dreng til kynlífs Maðurinn notaði samskiptamiðilinn Snapchat til að reyna kúga piltinn. 14. maí 2016 18:51