Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 13:00 Kristinn er bláklæddur í dag, eins og gefur að skilja. Vísir/E. Stefán Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Sjá meira
Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12