Minna vatn í lækjum og vötnum við Heklu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2016 20:00 Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49
Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15