Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 21:15 Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson. Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson.
Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27