Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 21:15 Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson. Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson.
Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27