Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2016 21:15 Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson. Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Nýjar hallamælingar staðfesta að þrýstingur í Heklu er orðinn meiri en var fyrir tvö síðustu gos. Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. Síðasta Heklugos hófst í lok febrúar árið 2000 en þá hafði fjallið gosið nokkuð reglulega á tíu ára fresti frá árinu 1970. En þótt nú séu liðin sextán ár frá því jarðeldur opnaðist síðast í þessu frægasta eldfjalli Íslands varar jarðeðlisfræðiprófessorinn Páll Einarsson við því að gos geti hafist með litlum fyrirvara. „Hekla er vissulega hættuleg. Við gætum staðið uppi með stórslys í byrjun næsta goss, ef við vörum okkur ekki. Sérstaklega vegna þess að aðdragandi Heklugosa er mjög stuttur,” segir Páll.Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Hekla er orðinn mjög vinsæll ferðamannastaður. Það eru ferðamannahópar á Heklu mikinn hluta sumars nú orðið.” Ferðalöngum í háloftunum gæti einnig stafað hætta af fjallinu, að mati Páls. „Það fljúga flugvélar hlaðnar farþegum beint yfir toppinn á Heklu, 20-30 sinnum á sólarhring. Þetta eru hættumóment sem við þurfum að taka alvarlega.” Og það er tilefni til þess að hafa varann á. „Við erum nýbúin að mæla halla á hallamælistöð við Heklu, sem hefur sýnt mjög áreiðanleg merki, - sem sýnir það og staðfestir að Hekla hefur verið að safna kviku og er enn að safna kviku fyrir næsta gos. Og er komin með þrýsting sem er hærri heldur en var fyrir tvö síðustu gos. Þannig að hún er alveg til í slaginn, hvenær sem er,” segir Páll Einarsson.
Tengdar fréttir Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Eldfjöllin Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sýna öll ótvíræð merki um undirbúning eldgoss. 16. júní 2016 22:27