Minna vatn í lækjum og vötnum við Heklu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2016 20:00 Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49
Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15