Minna vatn í lækjum og vötnum við Heklu Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2016 20:00 Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Bóndinn í Næfurholti segir lítið vatn núna í lækjum við Heklu og vatnsstaðan í Selvatni verði ekki lægri. Gamlar sagnir eru um slíkar vatnshæðarbreytingar í aðdraganda Heklugoss. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Ófeig Ófeigsson bónda. Hallamælingar sem gerðar voru við Næfurholt í vor staðfestu að þrýstingur í Heklu er kominn vel upp fyrir það sem var þegar síðasta gos hófst árið 2000. En meðan vísindamenn nútímans hafa þenslu- og jarðskjálftamæla til að fylgjast með drottningu íslenskra eldfjalla höfðu fyrri kynslóðir aðra mælikvarða, eins og vatnshæð í lækjum og vötnum í grennd við eldstöðina. „Það eru gamlar sagnir um það, allt frá átjándu öld, að það hafi minnkað í lækjum og sérstaklega í litlu vatni, sem er hér hinum megin við Bjólfellið, sem heitir Selvatn,“ segir Ófeigur Ófeigsson, bóndi í Næfurholti, en ásamt Selsundi er Næfurholt sá bær sem næst stendur Heklu.Bærinn Næfurholt er það byggða ból sem næst stendur toppgíg Heklu.Stöð 2/Björn Sigurðsson.„Þetta er ekkert áreiðanlegt. Stundum hefur komið aftur í læki og vötn þegar hefur gosið. En eflaust er þetta eitthvað tengt hreyfingum í jarðskorpunni.“ Bóndinn í Næfurholti segir að einmitt slíkar breytingar sjáist núna í umhverfinu. „Það er frekar lítið í lækjum og mjög lítið í Selvatninu fyrir austan. Það hefur náttúrlega oft verið áður og ekki boðað neitt. En það má vel vera að það sé eitthvað tengt væntanlegu gosi,“ segir Ófeigur. Mesta breytingu sér hann á Selvatni. „Það verður ekki mikið minna en það er núna, það er alveg pottþétt. Það er mjög lítið. Þetta er þrír pollar og einn stærstur og tveir minni. Mjög oft ná þeir allir saman en þetta er bara pytturinn núna í hverjum polli sem vatnið er í.“Ófeigur bóndi sýnir fréttamanni Næfurholtslæk.Stöð 2/Björn Sigurðsson.En hvernig líður þeim sem búa næst Heklu gagnvart umræðu um að hún sé tilbúin í gos? „Ég held að við séum ósköp lítið upptekin af henni. Þetta er búið að vera býsna lengi, þessi umræða. Hún getur gosið í kvöld eða á morgun. Það getur líka dregist hátt í hundrað ár, örugglega. Ég held að það viti það bara enginn. Hún er í svoddan gjörgæslu núna. Hver hreyfing hennar kemur fram á mælum, sem enginn vissi af áður, svo það er náttúrlega ekki alveg sambærilegt og var.“ -En ertu með varann á þér út af þessu? „Nei, það held ég að sé enginn hérna. Það væri alveg skelfileg líðan ef við værum alltaf tilbúin bara að taka sprettinn. Það væri ekki gott,“ svarar bóndinn í Næfurholti.Horft til Heklu. Fjallið gaus síðast árið 2000.Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Tengdar fréttir Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49 Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Hekla tilbúin að gjósa Hekla er tilbúin að gjósa. Nægur þrýstingur hefur safnast fyrir í kvikuhólfi undir eldfjallinu til að gos geti hafist. Páll Einarsson prófessor segir þetta ekki endilega þýða að gos sé yfirvofandi heldur sé hugsanlegt að Hekla safni yfirþrýstingi áður en kvikan brýst upp á yfirborð. 29. ágúst 2006 18:49
Nýjar mælingar sýna að Hekla er tilbúin að gjósa Prófessor í jarðeðlisfræði varar við ferðum á Heklu þar sem hún geti gosið hvenær sem er. 19. júní 2016 21:15