Ástþór: „Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 15:50 Ástþór Magnússon segist hafa áhyggjur af óheiðarlegum forsetaframboðum Vísir/Hanna „Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
„Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur og ég var alveg rólegur í Speglinum í gær,“ sagði Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi í viðtali við Harmageddon á X-inu í dag spurður um forsetakappræður sem fram fóru í Speglinum á Rás 1 í gær.Hótuðu þáttastjórnendur Spegilsins að henda Ástþóri úr hljóðveri ef hann ætlaði sér að taka yfir stjórn þáttarins en Ástþór yfirheyrði þar Guðna Th. Jóhannesson um tengingar starfsmanna framboðs hans við Sjálfstæðisflokkinn. Sagði Ástþór að framboð Guðna væri gert út af „klíkunni á bak við Sjálfstæðisflokkinn“ og að Guðni væri fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda„Ég hef áhyggjur af því ef það eru framboð í gangi sem eru ekki alveg heiðarleg og eru ekki alveg öll þau þar sem þau sýnast,“ sagði Ástþór í Harmageddon í dag og hóf að ræða framboð Guðna. „Ég tel að það sé mjög athyglisvert að þeir sem standa að baki framboðinu hjá honum, að mínu mati, eru tveir lögmenn sem hafa verið að vinna með aflandspeninga og eignir úr föllnu bönkunum.“ Ástþór var spurður af Mána Péturssyni, öðrum þáttastjórnanda Harmageddon hvort að Ástþór væri að kalla á athygli með því að reyna að ata drullu á annað fólk.Sjá einnig: Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“„Ég er ekkert að ata drullu á annað fólk. Það er reynt að gaspra um það að ég sé ekki rólegur. Ég er alveg rólegur hérna hjá ykkur. Ég var alveg rólegur í Speglinum í gær. Ég var alveg rólegur hérna áðan og ruddist ekkert á hann Guðna á meðan hann var inni í stúdíóinu,“ svaraði Ástþór en Guðni hafði skömmu áður verið í viðtali í sama þætti.„Ég er alveg rólegur hérna en friður verður ekki unninn með því að vera rólegur og þægur. Það eru hlutir sem þarf að tala um og vekja athygli á,“ sagði Ástþór.Hlusta má á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37 16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35
Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé „fulltrúi valdaklíkunnar.“ 21. júní 2016 14:37
16 þúsund hafa greitt atkvæði utan kjörfundar Nær 16.500 manns af öllu landinu höfðu um miðjan dag í gær kosið utan kjörfundar samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2016 07:00