Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur Svavar Hávarðsson skrifar 24. október 2016 07:00 Eldi á laxi og regnbogasilungi í sjókvíum við Ísland er afar umdeilt. vísir/sigurjón Miðað við stöðu þekkingar er afar erfitt að rekja hvaðan regnbogasilungur, sem sleppur úr sjókvíum hér við land, kemur. Allur regnbogi sem hér er alinn kemur frá sama seiðaeldisfyrirtækinu í Danmörku – og því allur að upplagi skyldur. Ekki hefur farið fram vinna við að greina erfðafræði þeirra né að finna þann mun sem getur verið á milli stöðva eða ára. Ekki eru heldur gerðar kröfur um merkingar. Þrátt fyrir að regnbogasilungur hafi veiðst í tugum veiðivatna í sumar hafa engar upplýsingar borist eftirlitsaðilum sem gætu skýrt hversu víða fiskurinn hefur dreift sér. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi hefur gengið í veiðiár í öllum landsfjórðungum í sumar. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði.Guðni GuðbergssonNæstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Það er lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, en enn hefur engin tilkynning um slysasleppingu á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnbogasilung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Strax í kjölfar þess að staðfest var að eldisfisk væri að finna í ám um alla Vestfirði fór Fiskistofa þess á leit við Hafrannsóknastofnun að kanna hvort hægt væri að ráða í hvaðan sleppifiskurinn er kominn. Þar sem það er ekki mögulegt á grundvelli erfðafræði að sjá hvaðan silungurinn kemur, öfugt við eldislax, var óskað eftir að vöxtur fisksins væri skoðaður í þessu augnamiði ásamt fleiru. Þótt hægt sé að lesa í ákveðna þætti í lífssögu fiska með greiningu hreistursýna eru ekki til sýni af fiskum í eldi til samanburðar. Því er miklum annmörkum háð að greina uppruna út frá hreisturmynstri. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að allur regnbogasilungur hafi í seinni tíð verið fluttur inn frá Danmörku. „Erfðaefni hans er, eftir því sem við best vitum, ekki kortlagt og því ekki hægt að rekja fiska til uppruna. Við höfum hins vegar tekið erfðasýni sem eru til af þeim regnbogum sem hafa borist til okkar en þau hafa ekki verið greind. Þeir fiskar sem við höfum séð í sumar hafa allir verið hrygnur og eftir því sem ég best veit eru það fiskar sem hafa verið þrýstimeðhöndlaðir á hrognastigi og því geldir og hrygnugerðir,“ segir Guðni en bætir við að jafnframt sé bagalegt ef mikið kemur fram af eldisfiski sem enginn kannast við að hafa misst. „Þá má álykta að eitthvað sé að hjá eldisaðilum og/eða eftirlitsstofnunum. Okkur sem höfum þurft að gefa umsagnir vegna umhverfismata finnst verulega vanta upp á aðgengilegar upplýsingar um fiskeldi. Það er nauðsynlegt að byggja á hlutlægum upplýsingum. Eldi er búið að vera það lengi í þriðju fiskeldisbylgju að reynsla er að koma fram. Fiskar eru að sleppa úr eldi sem er í samræmi við reynslu annars staðar, það er ljóst. Á sama tíma er verið að fara fram á leyfi til að auka eldið til muna. Mér finnst því ábyrgðarhluti að veita mikið af leyfum til fiskeldis hér á landi ef umhverfisáhrifin eru ekki þekkt,“ segir Guðni. „Tilgangurinn með umhverfismati er að draga fram áhrif framkvæmda. Ef þekkingu skortir er rétt að farið sé hægt við útgáfu leyfa fyrr en það er nokkuð ljóst hvaða áhrif framkvæmdir hafa m.a. verðandi umhverfisáhrif. Þegar er búið að gefa út leyfi til fiskeldis sem eru mörgum sinnum meiri en framleiðslan er, ætti ekki að standa fyrir vexti í viðkomandi atvinnugrein þótt farið sé hægt í útgáfu leyfa,“ segir Guðni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Eldisfiskur finnst í ám víða á Vestfjörðum. Óvíst hvenær fiskurinn slapp. Formaður Landssambands veiðifélaga vill banna eldi í opnum kerum. 14. september 2016 07:00 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Miðað við stöðu þekkingar er afar erfitt að rekja hvaðan regnbogasilungur, sem sleppur úr sjókvíum hér við land, kemur. Allur regnbogi sem hér er alinn kemur frá sama seiðaeldisfyrirtækinu í Danmörku – og því allur að upplagi skyldur. Ekki hefur farið fram vinna við að greina erfðafræði þeirra né að finna þann mun sem getur verið á milli stöðva eða ára. Ekki eru heldur gerðar kröfur um merkingar. Þrátt fyrir að regnbogasilungur hafi veiðst í tugum veiðivatna í sumar hafa engar upplýsingar borist eftirlitsaðilum sem gætu skýrt hversu víða fiskurinn hefur dreift sér. Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi hefur gengið í veiðiár í öllum landsfjórðungum í sumar. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði.Guðni GuðbergssonNæstu daga og vikur bárust fregnir af þessum eldisfiski úr öllum landsfjórðungum – veiddum í rúmlega 30 ám. Það er lögboðin skylda rekstraraðila að tilkynna um slysasleppingu úr sjókvíaeldi, en enn hefur engin tilkynning um slysasleppingu á Vestfjörðum borist þar sem tvö fyrirtæki ala regnbogasilung í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Í júní fékk Fiskistofa hins vegar staðfestingu á því frá Fiskeldi Austfjarða að regnbogasilungur hefði sloppið úr sjókví fyrirtækisins í Berufirði. Strax í kjölfar þess að staðfest var að eldisfisk væri að finna í ám um alla Vestfirði fór Fiskistofa þess á leit við Hafrannsóknastofnun að kanna hvort hægt væri að ráða í hvaðan sleppifiskurinn er kominn. Þar sem það er ekki mögulegt á grundvelli erfðafræði að sjá hvaðan silungurinn kemur, öfugt við eldislax, var óskað eftir að vöxtur fisksins væri skoðaður í þessu augnamiði ásamt fleiru. Þótt hægt sé að lesa í ákveðna þætti í lífssögu fiska með greiningu hreistursýna eru ekki til sýni af fiskum í eldi til samanburðar. Því er miklum annmörkum háð að greina uppruna út frá hreisturmynstri. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, staðfestir að allur regnbogasilungur hafi í seinni tíð verið fluttur inn frá Danmörku. „Erfðaefni hans er, eftir því sem við best vitum, ekki kortlagt og því ekki hægt að rekja fiska til uppruna. Við höfum hins vegar tekið erfðasýni sem eru til af þeim regnbogum sem hafa borist til okkar en þau hafa ekki verið greind. Þeir fiskar sem við höfum séð í sumar hafa allir verið hrygnur og eftir því sem ég best veit eru það fiskar sem hafa verið þrýstimeðhöndlaðir á hrognastigi og því geldir og hrygnugerðir,“ segir Guðni en bætir við að jafnframt sé bagalegt ef mikið kemur fram af eldisfiski sem enginn kannast við að hafa misst. „Þá má álykta að eitthvað sé að hjá eldisaðilum og/eða eftirlitsstofnunum. Okkur sem höfum þurft að gefa umsagnir vegna umhverfismata finnst verulega vanta upp á aðgengilegar upplýsingar um fiskeldi. Það er nauðsynlegt að byggja á hlutlægum upplýsingum. Eldi er búið að vera það lengi í þriðju fiskeldisbylgju að reynsla er að koma fram. Fiskar eru að sleppa úr eldi sem er í samræmi við reynslu annars staðar, það er ljóst. Á sama tíma er verið að fara fram á leyfi til að auka eldið til muna. Mér finnst því ábyrgðarhluti að veita mikið af leyfum til fiskeldis hér á landi ef umhverfisáhrifin eru ekki þekkt,“ segir Guðni. „Tilgangurinn með umhverfismati er að draga fram áhrif framkvæmda. Ef þekkingu skortir er rétt að farið sé hægt við útgáfu leyfa fyrr en það er nokkuð ljóst hvaða áhrif framkvæmdir hafa m.a. verðandi umhverfisáhrif. Þegar er búið að gefa út leyfi til fiskeldis sem eru mörgum sinnum meiri en framleiðslan er, ætti ekki að standa fyrir vexti í viðkomandi atvinnugrein þótt farið sé hægt í útgáfu leyfa,“ segir Guðni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00 Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Eldisfiskur finnst í ám víða á Vestfjörðum. Óvíst hvenær fiskurinn slapp. Formaður Landssambands veiðifélaga vill banna eldi í opnum kerum. 14. september 2016 07:00 Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Regnbogasilung er nú að finna í ám um stóran hluta Vestfjarða og kannar nú Fiskistofa hvort strokufiskur sé einnig kominn í Ísafjarðardjúp. Fiskurinn kemur úr sjóeldi á Vestfjörðum. 1. október 2016 07:00
Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Eldisfiskur finnst í ám víða á Vestfjörðum. Óvíst hvenær fiskurinn slapp. Formaður Landssambands veiðifélaga vill banna eldi í opnum kerum. 14. september 2016 07:00
Segir öllum leiðum verða beitt til að stöðva laxeldið Orri Vigfússon segir hundrað milljarða króna veiðihlunnindi í hættu vegna laxeldis í sjókvíum. 4. október 2016 19:30