Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2016 07:00 Þessi 58 sentimetra regnbogasilungur veiddist í Lóni fyrr í sumar. Eigendum veiðiréttar þykir óttækt að eldisfiskur sé alinn í opnum kerum. „Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
„Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Sjá meira
Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00
Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35
Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent