Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2016 07:00 Þessi 58 sentimetra regnbogasilungur veiddist í Lóni fyrr í sumar. Eigendum veiðiréttar þykir óttækt að eldisfiskur sé alinn í opnum kerum. „Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00
Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35
Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09