Eigendur veiðirétta vilja banna eldið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2016 07:00 Þessi 58 sentimetra regnbogasilungur veiddist í Lóni fyrr í sumar. Eigendum veiðiréttar þykir óttækt að eldisfiskur sé alinn í opnum kerum. „Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Við höfum fundað með umhverfisráðuneytinu og engin viðbrögð fengið frá þeim bæ. Þau virðast bara ekki vera heima í þessu máli,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. Landssambandið hefur gert þá kröfu að fiskeldi í opnum kerum verði bannað. Til vara er sú krafa gerð að ekki verði gefin út fleiri leyfi fyrir fiskeldi fyrr en farið hefur fram vandað áhættumat á sjókvíaeldi.Jón Helgi BjörnssonFiskistofa staðfesti í gær að regnbogasilungur finnst í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort þessa tegund sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri á lax- og silungaveiðisviði Fiskistofu, segir að engin tilkynning hafi borist stofnuninni um að fiski hafi verið sleppt fyrir slysni. Því liggi ekki fyrir hvenær fiskurinn hafi sloppið „Ef þetta er úr einni slysasleppingu þá er eitthvað liðið síðan og hann er þá búinn að dreifa sér á stærra svæði,“ segir Guðni. Beðið sé eftir niðurstöðum úr rannsóknum Matvælastofnunar á því hvað hafi gerst. Matvælastofnun sér um að afla upplýsinga frá eldisaðilum á svæðinu. Guðni bendir á að regnbogasilungur hafi ekki náð fótfestu í íslenskri náttúru. „Hann hrygnir að vori og það hrygningarmynstur passar mjög illa hér,“ segir Guðni. Sú hætta sé hins vegar fyrir hendi að ef mjög mikið sleppur af regnbogasilungi þá geti hann haft áhrif í litlum ám. „Með því að taka pláss og vera í samkeppni um fæðu og annað við litla og viðkvæma stofna. En þetta yrðu þá fyrst og fremst tímabundin áhrif sem þetta leiðir til,“ segir hann. Guðni hvetur fólk sem kann að hafa veitt eldislax að tilkynna slíkt til opinberra aðila. Formaður Landssambands veiðifélaga tekur undir að regnbogasilungur sé meinlaus tegund að því leyti að fiskurinn fjölgi sér ekki í íslenskri náttúru. „En það er líka klárt að menn ætla að hætta eldi regnboga og skipta honum út fyrir norskan ógeldan lax. Ég sé engin rök fyrir að kvíarnar muni halda betur með norska laxinum,“ segir Jón Helgi. Jón Helgi segir að eldi í opnum kvíum sé einfaldlega ekki öruggt. „Okkar afstaða er auðvitað sú að ef menn ætla að vera í fiskeldi þá ættu menn að hafa það í lokuðum kerum.“ Jón Helgi bendir á að í fyrra hafi verið framleidd um 3.000 tonn af eldisfiski, í ár verði þau á milli 7-8 þúsund og búið sé að heimila 40 þúsund tonn. „Hvernig verður þetta þegar búið er að fimmfalda framleiðsluna?“ spyr Jón Helgi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00 Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35 Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Fréttir af eldissilungi í Laxá og Fljótaá Á stuttum tíma hafa borist fréttir af regnbogasilungi úr eldi í sex ám á Norðurlandi og Vestfjörðum: 5. júní 2015 07:00
Regnbogi í ám um alla Vestfirði Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af hugsanlegu yfirvofandi umhverfisslysi. Stjórnvöld sögð fljóta sofandi að feigðarósi. 13. september 2016 11:35
Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. 15. júní 2016 14:09
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent