Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 11:23 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Mynd/Youtube-síða KSÍ Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Það var mjög mikilvægt að enda þetta á sigri sérstaklega í ljós þessi hvernig leikurinn var. Það hefði verið ótrúlega pirrandi að fara heim með jafntefli eða tap. Það var því gott að ná sigri,“ sagði Freyr í samtali við Hilmar Þór Guðmundsson Norðfjörð, fjölmiðlafulltrúa KSÍ, sem fylgdi íslensku stelpunum út til Kína. „Þær voru bara fínar í leiknum. Stelpurnar spiluðu boltanum vel á milli sín og komust í fullt af góðum færum. Við þurfum síðan að fara að hugsa um það núna að við erum ekki að taka nógu góðar ákvarðanir á síðasta þriðjungnum. Við höfum áður lent í þeim fasa eða fyrir tveimur árum síðan. Við leiðréttum það og það er eitthvað sem er í gangi núna,“ sagði Freyr. „Við erum án Hörpu (Þorsteinsdóttur) og Margrét (Lára Viðarsdóttir) er ekki á fullum krafti með okkur. Við erum því búin að missa þessa tvo fremstu leikmenn í burtu þótt að Margrét sé að reyna. Við reyndum að fá eins mikið út úr henni og við gátum á þessu móti. Við þurfum að aðlaga okkur og þetta mót fór aðeins í það,“ sagði Freyr. „Það er ótrúlega mikilvægt að vera búnar að hlaupa aðeins og lenda á nokkrum veggjum núna áður en við förum inn í nýtt ár. Ég er virkilega ánægður með þetta mót hjá okkur,“ sagði Freyr. „Það komu alveg frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti. Þetta var góð æfing og góðu ári er lokið. Ég er hrikalega sáttur,“ sagði Freyr. „Þetta mót var mikil upplifun og skemmtun. Ætli ég verði ekki að koma líka inn með orðin hiti og raki. Það er frábært að upplifa það að spila við þannig aðstæður,“ sagði Freyr. Það er sjá að finna allt viðtalið við Frey hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04