Víkingaskipið á slóðum Leifs heppna í Ameríku Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2016 19:00 Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri er komið þvert yfir Norður-Atlantshaf og siglir nú um slóðir Leifs heppna í Ameríku þar sem talið er að Vínland hið góða hafi verið. Á Grænlandi minntust menn dularfulls hvarfs norrænu þjóðarinnar með brúðkaupi í rústum Hvalseyjarkirkju. Þetta stærsta sjófæra víkingaskip veraldar fékk höfðinglegar mótttökur þegar það kom til Reykjavíkur í síðasta mánuði eftir sautján daga ferðalag frá Noregi, en tilgangur leiðangursins er að minnast einhvers mesta siglingaafreks norrænna manna. Eftir vikudvöl á Íslandi hélt skipið til Grænlands, til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands. Skipið var þar með komið í Eystribyggð, en þar var Brattahlíð, bær feðganna Eiríks rauða og Leifs Eiríkssonar, og þéttasta byggð norrænna manna til forna. Í Eystribyggð eru einnig rústir Hvalseyjarkirkju en þaðan höfðu menn síðast spurnir af norrænu þjóðinni á Grænlandi árið 1408, í bréfi um brúðkaup íslenskra hjóna. Og svo skemmtilega vildi til að par úr áhöfninni nýtti tækifærið og fékk skipstjórann Björn Ahlander til að gefa sig saman í þessari sömu kirkju. Hvarf norrænu þjóðarinnar á Grænlandi eftir þetta brúðkaup fyrir 600 árum er ein dularfyllsta ráðgáta mannkynssögunnar.Á slóðum Eiríks rauða í Eystribyggð á Grænlandi.Myndir/Peder Jacobsson, Draken Harald hårfagre.Frá Grænlandi var haldið áfram til Nýfundnalands og meginlands Ameríku, í kjölfar Leifs heppna og félaga, fyrstu Evrópumanna sem vitað er um að þar stigu fæti á land. Fyrsti áfangastaðurinn í Kanada var bærinn Saint Anthony. Hann er skammt frá stað sem kallast L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga í skoðunarferðum þeirra um land það sem þeir kölluðu Vínland. Útilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna en jurtaleifar sem þar fundust við fornleifauppgröft þykja sterk vísbending um að Leifur og hans menn fóru mun sunnar og á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er hins vegar spurning sem menn menn leita enn svara við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að sigla á líklega staði og er skipið þessa stundina á Saint Lawrence-flóa á leið til Quebec-borgar. Þaðan fer það til Toronto en það áætlar svo að koma inn til New York-borgar í september. Fylgjast má með ferð skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Grænland Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Víkingaskipið er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða. 29. maí 2016 14:00
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00