Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2016 10:00 Arna Sigríður er eini Íslendingurinn sem keppir í handahjólreiðum og segir það vekja talsverða athygli erlendis. Vísir/Pjetur Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira