Aðgerða að vænta vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. september 2016 06:45 Tilraunasprengjan nú er sú fimmta á tíu ára tímabili. vísir/epa Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17
Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05
Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17