Aðgerða að vænta vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. september 2016 06:45 Tilraunasprengjan nú er sú fimmta á tíu ára tímabili. vísir/epa Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17
Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05
Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17