„Mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. september 2016 17:40 Guðlaugur Þór Þórðarson og Vigdís Hauksdóttir kynntu skýrsluna í dag. vísir/ernir Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að byggja endurreisn bankanna ekki á neyðarlögunum heldur ganga til samninga við kröfuhafa. Þannig lítur út fyrir að íslenska samninganefndin hafi gefið sér það fyrir fram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum.Gáfu sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í seinni skýrslu fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna sem kynnt var í dag. Þar kom fram að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 296 milljörðum króna við endurreisn bankanna. „Það lítur út fyrir að útgangspunktur íslensku samninganefndarinnar hafi verið að gefa sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum og mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna,“ segir í skýrslunni.Tók málið í eigin hendur Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Hann er sagður hafa tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, sem hafði yfirumsjón með endurreisn bankanna, með því að hefja samningagerð upp á eigin spýtur við erlenda kröfuhafa bankanna. „Með þessu inngripi voru ákvæði neyðarlaganna höfð að engu. Þess í stað voru kröfuhöfum færðir íslensku bankarnir með tugmilljarða meðgjöf frá skattgreiðendum,“ segir í skýrslunni. „Með því að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaráðuneytinu glopraði fjármálaráðherra niður gríðarlegum ávinningi.“ Í skýrslunni segir að ekki verði önnur ályktun dregin en að samningagerðin hafi að stórum hluta gengið út á að friðþægja kröfuhafana með því að afhenda þeim eignarhald á bönkunum. „Samningamenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans afhentu kröfuhöfunum eignir almennings. Um leið afsöluðu þeir meira og minna mögulegum ávinningi ríkisins af þeirri ábyrgð sem það tók á sig frá hruni bankanna. Áhætta um framtíð bankanna var lögð á íslenska skattgreiðendur með þessum samningum.“ Þá segir að ef hagkerfið hefði ekki rétt úr sér hefði tap bankanna lent á ríkissjóði. „Ein helsta röksemd þáverandi fjármálaráðherra fyrir því að falla frá fyrirhugaðri yfirtöku ríkisins á bönkunum þremur hefur verið sú að áhættan hafi verið allt of mikil fyrir ríkissjóð. Þær upplýsingar sem hér koma fram sýna þvert á móti að ríkissjóður tók þessa áhættu á sig í raun og veru, en eignaðist aðeins einn bankann af þremur í stað þess að eignast þá alla. Arion banki og Íslandsbanki, sem komu í hlut kröfuhafanna, hafa skilað 288 milljarða króna hagnaði á þessum tíma sem um ræðir.“Skýrsluna í heild má lesa hér Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kaus að byggja endurreisn bankanna ekki á neyðarlögunum heldur ganga til samninga við kröfuhafa. Þannig lítur út fyrir að íslenska samninganefndin hafi gefið sér það fyrir fram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum.Gáfu sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda Þetta er á meðal þess sem fram kemur í seinni skýrslu fjárlaganefndar Alþingis um einkavæðingu bankanna sem kynnt var í dag. Þar kom fram að ríkissjóður hafi verið settur í áhættu fyrir 296 milljörðum króna við endurreisn bankanna. „Það lítur út fyrir að útgangspunktur íslensku samninganefndarinnar hafi verið að gefa sér fyrirfram að neyðarlögin myndu ekki halda fyrir dómstólum og mjög langt var gengið í að friða kröfuhafa gömlu bankanna,“ segir í skýrslunni.Tók málið í eigin hendur Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, er borinn þungum sökum í skýrslunni. Hann er sagður hafa tekið fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, sem hafði yfirumsjón með endurreisn bankanna, með því að hefja samningagerð upp á eigin spýtur við erlenda kröfuhafa bankanna. „Með þessu inngripi voru ákvæði neyðarlaganna höfð að engu. Þess í stað voru kröfuhöfum færðir íslensku bankarnir með tugmilljarða meðgjöf frá skattgreiðendum,“ segir í skýrslunni. „Með því að taka fram fyrir hendurnar á Fjármálaráðuneytinu glopraði fjármálaráðherra niður gríðarlegum ávinningi.“ Í skýrslunni segir að ekki verði önnur ályktun dregin en að samningagerðin hafi að stórum hluta gengið út á að friðþægja kröfuhafana með því að afhenda þeim eignarhald á bönkunum. „Samningamenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans afhentu kröfuhöfunum eignir almennings. Um leið afsöluðu þeir meira og minna mögulegum ávinningi ríkisins af þeirri ábyrgð sem það tók á sig frá hruni bankanna. Áhætta um framtíð bankanna var lögð á íslenska skattgreiðendur með þessum samningum.“ Þá segir að ef hagkerfið hefði ekki rétt úr sér hefði tap bankanna lent á ríkissjóði. „Ein helsta röksemd þáverandi fjármálaráðherra fyrir því að falla frá fyrirhugaðri yfirtöku ríkisins á bönkunum þremur hefur verið sú að áhættan hafi verið allt of mikil fyrir ríkissjóð. Þær upplýsingar sem hér koma fram sýna þvert á móti að ríkissjóður tók þessa áhættu á sig í raun og veru, en eignaðist aðeins einn bankann af þremur í stað þess að eignast þá alla. Arion banki og Íslandsbanki, sem komu í hlut kröfuhafanna, hafa skilað 288 milljarða króna hagnaði á þessum tíma sem um ræðir.“Skýrsluna í heild má lesa hér
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira