Sigmundur Davíð hvetur fólk til að kjósa mann ársins á Rás 2 Jakob Bjarnar skrifar 28. desember 2016 17:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú þingmaður flokksins. Vísir „Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
„Það er líka verið að kjósa mann ársins á Rás 2. Ég hitti konu hér frammi sem sagði að þar væri verið að akítera fyrir þessum Jóhannesi þarna,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins nú rétt í þessu. Og er þar vísast að tala um Jóhannes Kr. Kristjánsson blaðamann hjá Reykjavík Media – en viðtal við Jóhannes reyndist mikill örlagavaldur í lífi Sigmundar og ekki víst að hann kunni honum miklar þakkir. Sigmundur Davíð var kjörinn maður ársins á útvarpsstöðinni Útvarp Saga í dag. Hann mætti af því tilefni í viðtal til Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð var afar þakklátur hlustendum Útvarps Sögu og útvarpsstöðinni sem slíkri. Sagði Sigmundur Davíð meðal annars að það væri gleðiefni að til væri fjölmiðill sem þyrði að láta ýmsar skoðanir heyrast og héldi fram staðreyndum sem annars staðar væru látnar liggja á milli hluta. Einhverra hluta vegna.Um að gera að taka þátt í kosningunumEkki var betur á Sigmundi Davíð að skilja en svo að hann hvetti hlustendur Útvarps Sögu til að láta til sín taka í kosningunum um mann ársins á Rás 2. Sagði eitthvað á þá leið að um að gera væri að taka þátt í þeim kosningum líka. Samkvæmt heimildum Vísis er orðið á göngum Ríkisútvarpsins það að atkvæði honum til handa streymi inn í áður óþekktu magni; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs virðast duglegir við að styðja sinn mann í þessu sem öðru. Eins og fram hefur komið hefur Sigmundur Davíð ítrekað sakað RUV um að leggja sig í einelti og víst er að margir bíða þess spenntir að heyra viðtal við Sigmund Davíð á Rás 2 þegar rætt verður við hann sem mann ársins – ef fer sem horfir.Þá er Sigmundur Davíð einnig einn af þeim tíu sem hægt er að kjósa um sem maður ársins í kjöri Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni og Vísis. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið af vef Útvarps Sögu.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira