Heimir: Þjálfari Portúgals með ógnvekjandi árangur Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 11:00 Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira
Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM 2016 í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Étienne og hefst klukkan 19.00. Strákarnir okkar mæta vel undirbúnir til leiks en þjálfarateymið hefur eytt miklum tíma í að leikgreina portúgalska liðið fyrir leikinn í kvöld. „Við erum búnir að fara yfir Portúgal, þeirra styrkleika og veikleika og þeirra helstu leikmenn. Við Ólafur Kristjánsson gerðum það. Svo fórum við yfir föstu leikatriðin þeirra og tókum þau fyrir á æfingu,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, við Vísi. „Svo tók við að undirbúa okkur fyrir leikinn og hugsa hvað við þurfum að gera og hvernig við ætlum að verjast þeim. Svona var undirbúningurinn fyrir leikinn.“ Þjálfari Portúgals er Fernando Santos sem áður þjálfaði gríska landsliðið og Olympiacos þegar Alfreð Finnbogason spilaði þar. Heimir er mjög hrifinn af hvað Santos hefur gert með portúgalska liðið sem er virkilega öflugt. “Þeir sem þekkja Fernando Santos vita hversu öflugur hann er. Hann þjálfaði gríska landsliðið með frábærum árangri en þar voru engar stórstjörnur. Hann náði upp mikilli liðsheild í gríska liðinu sem er ekki með frægustu leikmenn í heimi,“ segir Heimir. “Við horfðum á sjónvarpsþátt um portúgalska liðið þar sem kom fram að hann hefur aðeins tapað einum mótsleik samtals með Grikki og Portúgal. Það er svolítið ógnvekjandi að hugsa út í það.“ “Núna fær hann upp í hendurnar besta fótboltamann í heimi og fleiri ótrúlega góða einstaklinga. Santos er líka búinn að búa til góða liðsheild hjá Portúgal úr liði sem er með góða einstaklinga. Sem þjálfari er gaman að sjá hvernig þeir vinna. Þar með er ekki sagt að við getum ekki strítt þeim,“ segir Heimir Hallgrímsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00
Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Lars Lagerbäck segir að íslensku strákarnir þurfi ekki að vera hræddir við Ronaldo en vitaskuld þarf að sýna honum virðingu. 14. júní 2016 15:00