Innlent

Mannshvörf: Þegar Einar Örn hvarf sporlaust

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Helga Arnardóttir fréttamaður fjallaði um það í þættinum Mannshvörf þegar Einar Örn Birgis hvarf að því er virtist sporlaust árið 2000. Síðar kom í ljós að vinur hans og viðskiptafélagi, Atli Helgason, hafði ráðið honum bana.

Málið hefur vakið mikla athygli að nýju eftir að Helga greindi frá því í Kastljósi í gær að Atli hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir því að fá lögmannsréttindi sín að nýju. Hann sat í fangelsi í níu ár af sextán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir morðið árið 2001.

Vísir birtir umfjöllunina í Mannshvörfum í heild sinni í tilefni þessarar umræðu en þess má geta að hægt er að horfa á alla þættina í Stöð 2 Maraþon.


Tengdar fréttir

Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára

Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.