Þýski markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen átti góðan leik þegar Barcelona vann 1-0 útisigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær.
Ter Stegen fékk tækifæri í byrjunarliðinu í aðeins áttunda skipti í deildarleik síðan hann kom til félagsins fyrir tveimur árum en Claudio Bravo samdi á dögunum við Manchester City.
Hann nýtti tækifærið vel og minnti rækilega á sig með því að bæta tíu ára sendingamet markvarðar í spænsku úrvalsdeildinni en hann gaf alls 51 heppnaða sendingu í leiknum.
Alls átti hann 62 sendingatilraunir í leiknum og rataði ein þeirra á Benat, leikmann Athletic, sem náði þó ekki að gera sér mat úr því.
Aðstæður voru erfiðar í leiknum í gær enda mikil rigning í gær en Ter Stegen fær væntanlega áfram tækifæri til að sanna sig sem aðalmarkvörður Barcelona.
Ter Stegen nýtti tækifærið og bætti met
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum
Íslenski boltinn