Hættir í kórnum frekar en að syngja við innsetningarathöfn Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 17:08 Chamberlin er viss um að flutningurinn muni hafa skaðleg áhrif á ímynd kórsins. Vísir/AFP Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira
Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Sjá meira