Hættir í kórnum frekar en að syngja við innsetningarathöfn Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 17:08 Chamberlin er viss um að flutningurinn muni hafa skaðleg áhrif á ímynd kórsins. Vísir/AFP Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira