Innflutningsbann á fersku kjöti fer fyrir EFTA-dómstólinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 13:11 Innflutningstakmarkanir eru á innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. vísir/getty Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira