Innflutningsbann á fersku kjöti fer fyrir EFTA-dómstólinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 13:11 Innflutningstakmarkanir eru á innflutningi á fersku kjöti hingað til lands. vísir/getty Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins er varða innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EFTA en þar segir að innflutningstakmarkanir á Íslandi leiði af sér „ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.“ Samtök verslunar og þjónustu sendu þann 6. desember 2011 kvörtun á ESA vegna innleiðingar íslenskra stjórnvalda á reglugerð Evrópusambandsins um almennar meginreglur og kröfur samkvæmt lögu um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. Töldu samtökin að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti gengu gegn ákvæðum EES-samningsins um frjálsa vöruflutninga. Í tilkynningu frá SVÞ segir að ESA hafi nú komist að sömu niðurstöðu, það er að núgildandi lög sem snúa að innflutningi á fersku kjöti frá öðrum EES-ríkjum sé andstæð EES-samningnum. „Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ er haft eftir Helgu Jónsdóttur, stjórnarmanni hjá ESA, í tilkynningu stofnunarinnar en hana má lesa í heild sinni hér að neðan:Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að vísa tveimur málum til EFTA-dómstólsins varðandi innflutningstakmarkanir á ferskum kjötvörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES-ríkjum til Íslands. Innflutningstakmarkanirnar á Íslandi leiða af sér ónauðsynlegar og ástæðulausar viðskiptahindranir.„Þetta snýr að aðgengi að innri markaðnum og grunnreglum um gagnkvæmni í viðskiptum. Sennilega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-ríki beittu viðlíka viðskiptahindrunum gagnvart innflutningi íslenskrar matvöru sem sætir heilbrigðiseftirliti á Íslandi,“ segir Helga Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá ESA.Aðalmarkmið reglna um flutning matvöru á EES-svæðinu er að stuðla að og bæta heilbrigðiseftirlit í upprunalandi vöru til að tryggja öryggi manna og dýra en samtímis er eftirlit á viðtökustað minnkað til að auka skilvirkni og auðvelda viðskipti.Þetta gildir því einnig um íslenskar útflutningsvörur sem fluttar eru til EES-ríkja. Þær undigangast eftirlit á Íslandi áður en þær eru fluttar út.„Reglurnar byggjast á gagnkvæmu trausti milli EES ríkja,“ segir Helga Jónsdóttir.Íslensk löggjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir innflutningi á kjötvörum, vörum úr hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk. Þá ber innflytjendum að framvísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjötvörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heimilt er að selja vöruna. Löggjöfinni fylgir umfangsmikið eftirlit og krafa er gerð um að innflytjendur leggi fram margvísleg gögn til Matvælastofnunar, sem gengur þvert á markmið EES reglanna.Vísun máls til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli ESA á hendur EFTA-ríki. Áður hafa íslensk stjórnvöld verið upplýst um afstöðu stofnunarinnar og veittur kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri sem og að ljúka málinu með því að innleiða viðeigandi löggjöf innan gildandi tímamarka.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira