Segir einkennilegt að nafn sitt sé dregið inn í greinargerð lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 27. desember 2016 22:30 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Vísir/GVA Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir einkennilegt að lögregla skuli draga nafn hans fram í greinargerð í Hæstarétti vegna rannsóknar á nauðgun, en hann er réttargæslumaður konu sem kærði nauðgun og dró kæruna svo til baka. Sveinn Andri segir að konan segi farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögreglu eftir að hún breytti framburði sínum. Lögregluþjónar hafi ekki viljað taka af henni skýrslu. Tilefni yfirlýsingar Sveins Andra er frétt um að kona hafi hætt við að kæra nauðgun eftir að vopnaðir menn hótuðu henni. Hann segist ekki hafa heyrt um hótanir í hennar garð og hafi hann engar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Þar að auki sé það ekki í verkahring réttargæslumanns.Sjá einnig: Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Í greinargerð lögreglu, þar sem krafist var að hinn grunaði maður yrði látinn afplána eftirstöðvar fangelsisdóms síns vegna gruns um alvarlegan glæp, er tekið fram að Sveinn Andri hafi orðið réttargæslumaður konunnar skömmu eftir að hún dró kæruna til baka. Sveinn Andri segir konuna hafa leitað til sín og beðið sig um aðstoð við að afturkalla framburð hennar og um leið afturkalla heimild lögreglu til að fá afrit af læknavottorðum. „Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt,“ segir Sveinn Andri í yfirlýsingunni. „Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.“Yfirlýsingu Sveins Andra má lesa hér að neðan.Í tilefni af frétt á vísir.is í dag þar sem mitt nafn bar á góma sem réttargæzlumaður brotaþola í máli sem rannsakað er sem kynferðisbrotamál vill undirritaður taka fram.Umrædd stúlka, unnusta sakborningsins í málinu, leitaði til mín og óskaði eftir því að ég yrði réttargæzlumaður hennar. Bað hún mig um að aðstoða sig við það að afturkalla framburð þann sem tekinn hafði verið af henni í Neyðarmóttöku, sem og vildi hún að láta afturkalla heimild sína til lögreglu til að fá afrit af læknisvottorðum. Ritaði ég niður eftir henni lýsingu hennar á því sem gerst hafði í millum hennar og sakbornings.Umboð mitt til að verða skipaður réttargæzlumaður og lýsingu hennar á atburðum sendi ég lögreglu, auk þess sem skjólstæðingur minn fékk afrit.Verjandi í máli frétti af þessari yfirlýsingu, en afrit af henni fékk hann ekki frá mér.Nokkrum dögum síðar hafði umbjóðandi minn aftur samband og sagði ekki sögur sínar sléttar af samskiptum við lögreglu; lögregla hefði ekki viljað taka af henni skýrslu eftir að hún breytti framburði sínum. Sendi hún sendi mér uppkast að yfirlýsingu um samskipti hennar við lögreglu, sem ég snikkaði til og hún kvittaði undir og fékk í sínar vörslur.Undirritaður hefur engin gögn séð í málinu og las ég fyrst um málavexti eins og þeir horfa við lögreglu, í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag 27. desember 2016. Um hótanir í garð umbjóðanda míns hef ég aldrei heyrt, alltént hefur hún aldrei haft það á orði við mig. Ég get ekki annað en treyst því að lýsing míns skjólstæðings sé rétt; hef ég ekki haft neinar forsendur til að draga frásögn hennar í efa. Það er heldur ekki í verkahring réttargæzlumanns að gera það; lögmaður sem sinnir hvort sem heldur er réttargæzlu eða verjandastörfum getur ekki verið að byggja á annarri atburðalýsingu en þeirri sem fram kemur hjá skjólstæðingnum og út frá frásögn skjólstæðingsins og hans óskum, er hagsmunanna gætt.Það er næsta einkennilegt að lögregla skuli vera að draga mitt nafn inn í greinargerð sína í Hæstarétti. Réttargæzlumenn og verjendur eru með sama hætti og sækjendur, starfsmenn réttarvörslukerfins og eiga þeir, alveg eins og sækjendur og dómarar að geta unnið sín störf án þess að persónur viðkomandi séu gerðar að einhverju atriði.Sveinn Andri Sveinsson hrl
Tengdar fréttir Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lýsti hrottalegri nauðgun en hætti við að kæra eftir að menn mættu til hennar vopnaðir byssu Karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og svipt hana frelsi sínu í einbýlishúsi á suðvesturhorninu þarf að afplána 630 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sinnar. 27. desember 2016 17:30