Ronaldo: 2016 hefur verið besta árið mitt á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 17:15 Cristiano Ronaldo vann mikið á árinu 2016. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur átt frábæran feril og mörg mögnuð ár í boltanum. Hann er engu að síður sannfærður um að árið 2016 sé það besta af þeim öllum. Ronaldo er einn af þeim sem kemur til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA en hinir eru Frakkinn Antoine Griezmann og Argentínumaðurinn Lionel Messi. Árið hefur vissulega verið magnað en Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina með Real Madrid, Evrópumeistaratitilinn með Porútugal og loks heimsmeistarakeppni félagsliða með Real Madrid þar sem hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum. „Þetta var líklega besta árið mitt hingað til,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við heimasíðu FIFA. Hann átti frábært ár með Manchester United 2008 og með Real Madrid 2014. Þau þurfa aftur á móti að sætta sig við annað og þriðja sætið. Ronaldo vældi eftir jafnteflið við Ísland í fyrsta leiknum á EM í Frakklandi en seinna kom í ljós að íslenska landsliðið var enginn farþegi á sínu fyrsta Evrópumóti. Portúgalska landsliðið fór síðan alla leið og vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. „Við unnum fyrsta titil Portúgals. Við unnum Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsins. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Ronaldo. „Fólk efast enn um mig, Real Madrid og landsliðið. Nú hafa þau hinsvegar sönnun. Við höfum unnið allt,“ sagði Ronaldo. „Þetta hefur verið stórbrotið ár og ég mjög ánægður með það. Ég vil þakka liðsfélögum mínum, bæði hjá landsliðinu og Real Madrid,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti bætt við enn einni rósinni í hnappagatið 9. janúar næstkomandi en þá verðlaunar FIFA best knattspyrnumann heims á árinu 2016. Ronaldo er sigurstranglegur þótt að það sé alltaf erfitt að ganga framhjá Lionel Messi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur átt frábæran feril og mörg mögnuð ár í boltanum. Hann er engu að síður sannfærður um að árið 2016 sé það besta af þeim öllum. Ronaldo er einn af þeim sem kemur til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá FIFA en hinir eru Frakkinn Antoine Griezmann og Argentínumaðurinn Lionel Messi. Árið hefur vissulega verið magnað en Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina með Real Madrid, Evrópumeistaratitilinn með Porútugal og loks heimsmeistarakeppni félagsliða með Real Madrid þar sem hann skoraði þrennu í úrslitaleiknum. „Þetta var líklega besta árið mitt hingað til,“ sagði Cristiano Ronaldo í viðtali við heimasíðu FIFA. Hann átti frábært ár með Manchester United 2008 og með Real Madrid 2014. Þau þurfa aftur á móti að sætta sig við annað og þriðja sætið. Ronaldo vældi eftir jafnteflið við Ísland í fyrsta leiknum á EM í Frakklandi en seinna kom í ljós að íslenska landsliðið var enginn farþegi á sínu fyrsta Evrópumóti. Portúgalska landsliðið fór síðan alla leið og vann 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. „Við unnum fyrsta titil Portúgals. Við unnum Meistaradeildina og heimsmeistarakeppni félagsins. Ég gæti ekki beðið um meira,“ sagði Ronaldo. „Fólk efast enn um mig, Real Madrid og landsliðið. Nú hafa þau hinsvegar sönnun. Við höfum unnið allt,“ sagði Ronaldo. „Þetta hefur verið stórbrotið ár og ég mjög ánægður með það. Ég vil þakka liðsfélögum mínum, bæði hjá landsliðinu og Real Madrid,“ sagði Ronaldo. Cristiano Ronaldo gæti bætt við enn einni rósinni í hnappagatið 9. janúar næstkomandi en þá verðlaunar FIFA best knattspyrnumann heims á árinu 2016. Ronaldo er sigurstranglegur þótt að það sé alltaf erfitt að ganga framhjá Lionel Messi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fréttir ársins 2016 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira