Borðsiðir og ósiðir Íslendinga vekja athygli erlendra ferðamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2016 10:27 Íslendingar þykja nota tannstöngulinn of mikið við matarborðið og stundum virða fyrir sér "góðgæti“ sem þeir stanga úr tönnunum. Vísir/Getty Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Íslendingar sjúga mikið upp í nefið, gúffa í sig matnum og stanga úr tönnunum sínum við matarboðið. Þetta verða útlendingar varir við í heimsóknum sínum til Íslands en oft er sagt að glöggt sé gests augað. Albert Eiríksson, sérlegur áhugamaður um eldmennsku og borðsiði, ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir borðsiði Íslendinga þó hafa skánað til muna undanfarna tvo áratugi eða svo. Allt horfi til betri vegar. „Það er ágætt að hlusta á hvað útlendingum finnst um okkar siði,“ segir Albert. „Þeim finnst við sjúga mjög mikið upp í nefið.“ Í öðrum löndum svo sem Þýskalandi taki fólk upp vasaklút og snýti sér með látum, oft kallað hreppstórasnýta hér á landi, sem sé litlu skárra. Best sé að yfirgefa borðið og snýta sér á salerninu og snúa svo aftur. Albert Eiríksson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun.Vísir „Við megum samt ekki vera ofsalega viðkvæm fyrir öllu sem útlendingar segja um okkur. Við höfum gert þetta í þúsund ár.“ Íslendingar teygja sig sömuleiðis mjög mikið í allar áttir við borðið og afsaka sig lítið, kannski í þeim tilgangi að trufla minna þegar hlutir eru í seilingarfjarlægð. „Við gúffum svolítið í okkur,“ segir Albert og rekur til þess að Íslendingar voru alltaf á hlaupum, á leið í heyskap, sauðskap eða aðra vinnu sem þurfti að vinna ekki seinna en núna. Svo vekji athygli hvernig Íslendingar stangi úr tönnunum sínum við matarborðið, ýmist með tannstöngli eða fingrunum. Nái gömlum bita úr tönnunum, virði hann fyrir sér og stingi svo aftur upp í sig.Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, snæddi morgunverð með karlalandsliðinu í knattspyrnu i Zagreb í nóvember 2013.„Þetta er ekki alveg til fyrirmyndar,“ segir Albert. Skiptir þá litlu þótt haldið sé fyrir munninn með annarri hendi og skafað úr tönnunum með hinni. Betra sé að fara afsíðis.„Oft er þetta bara spurning um að þrauka. Svo ferðu á klósettið og þú getur gert þetta,“ segir Albert.Ekki megi gleyma að ýmislegt komi okkur sérkennilega fyrir sjónir þegar við förum til annarra landa. Í Bandaríkjunum tíðkist víða að ganga í útiskónum innandyra. Þá skeri Kaninn matinn oft niður í byrjun, leggi svo hnífnum og taki til matar síns með gaffalinn einan að vopni.Ferðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og segir Albert veitingahúsin standa vaktina sérstaklega vel. Ferðamenn séu þó oft undrandi á hve ungir þjónarnir séu á veitingastöðunum. Tveir lærðir þjónar gætu verið að gera það sama og fimm til sex unglingar, segir Albert. Erfitt sé að fá reynda þjóna í dag vegna samkeppni.Viðtalið við Albert má heyra í spilaranum að ofan en rætt var við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira