Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 18:26 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar alvarlega. Hann veitir engum stjórnarmyndunarumboðið en fyrr í dag skiluðu Píratar sínu umboði til myndunar ríkisstjórnar sem þeir fengu fyrir 10 dögum síðan. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu nú á sjöunda tímanum en hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Í yfirlýsingunni segir Guðni að hann hafi rætt við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi „um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin,“ eins og forsetinn orðar það. Guðni segir að í stað þess að veita einhverjum umboðið þá hafi hann hvatt formenn flokkanna „til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu. Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.“ Yfirlýsing forseta Íslands í heild sinni: Föstudaginn 2. desember fékk Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar, fyrir hönd hennar og tveggja annarra þingmanna sem eru fulltrúar Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum, þeirra Einars Brynjólfssonar og Smára McCarthy.Síðastliðna tíu daga hafa átt sér stað viðræður um myndun ríkisstjórnar Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Síðdegis í dag tilkynntu Birgitta, Einar og Smári mér að þær viðræður hefðu ekki leitt til myndunar ríkisstjórnar. Á fundi okkar á Bessastöðum skilaði hún mér umboði til stjórnarmyndunar.Í dag hef ég rætt við formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin. Rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum þegar ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar missti meirihluta sinn á þingi og hann baðst lausnar fyrir hönd þess. Nú hafa formenn eða fulltrúar þriggja stærstu flokkanna á Alþingi allir haft umboð forseta til stjórnarmyndunar. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar og reyndar.Í ljósi þeirra sjónarmiða sem fram komu í viðræðum mínum við flokksleiðtoga í dag hef ég ákveðið að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti. Í samtölum mínum við forystufólk flokkanna nefndi ég einnig þau brýnu verkefni sem bíða úrlausnar á Alþingi og krefjast góðrar samvinnu og samstöðu.Loks minnti ég flokksleiðtogana á þá ábyrgð þeirra og skyldu að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar. Ég tjáði þeim að ég vænti tíðinda í þeim efnum í þessari viku.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri grænum frekar en öðrum flokkum 12. desember 2016 15:43
Yfirlýsing frá þingflokki VG eftir viðræðuslit vekur spurningar Svo virðist sem krafa Vinstri grænna um að standa fast á að ríkið þurfi að leggja á þriðja tug milljarða króna til heilbrigðis-, mennta- og velferðamálum. 12. desember 2016 15:36