Fjölmargir möguleikar á stórnarmyndun hætti flokkar að útiloka ýmsa kosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2016 20:00 Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Í yfirlýsingu forseta Íslands vegna stjórnarmyndunar opnar hann á þann möguleika að mynduð verði minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Margir möguleikar eru á myndun þriggja flokka stjórna en til þess þeir gætu orðið að veruleika yrðu fimm flokkar að breyta afstöðu sinni til samstarfsmöguleika. Eftir að Píratar skiluðu umboði sínu til myndunar fimm flokka ríkisstjórnar í gærdag, ákvað forseti Íslands öðru sinni að veita engum einum flokki umboð til að mynda ríkisstjórn. Í yfirlýsingu forseta segir: „Þess í stað hvatti ég þá til að ráða ráðum sínum og kanna með óformlegum viðræðum sín á milli hvaða leiðir eru enn mögulegar til myndunar ríkisstjórnar sem njóti meirihlutastuðnings á Alþingi eða geti að minnsta kosti varist þar vantrausti.“ Í þessum orðum forseta felst að hugsanlegt sé að mynda minnihlutastjórn sem njóti stuðnings flokks eða flokka komi til þess að borin verði upp vantrausttillaga á þá stjórn. Eins og staðan er í dag eftir sex vikna tilraunir til myndunar ríkisstjórnar verður minnihlutastjórn að teljast líklegri kostur nú en áður. Hún gæti verið sett saman af einum eða fleiri flokkum sem þó nytu samanlagt ekki meirihluta á Alþingi. Það eru hins vegar margir möguleikar á þriggja flokka stjórnum eins og Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og ef einstakir flokkar létu af andstöðu sinni við samstarf með núverandi stjórnarflokkum, ýmist öðrum þeirra eða báðum eru möguleikarnir fleiri. Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantar ekki nema þrjá þingmenn til að ná lágmarks meirihluta á Alþingi og dygði að fara í samstarf við minnsta þingflokkinn, Samfylkinguna. Þetta þýðir auðvitað að stjórnarflokkarnir gætu myndað misstóra meirihluta með öllum hinum flokkunum, allt frá 32ja þingmanna stjórn með Samfylkingunni upp í 39 manna meirihluta með annaðhvort Pírötum eða Vinstri grænum. Stærsta þriggja flokka stjórnin yrði með Sjálfstæðisflokki, Pírötum og Vinstri grænum, 41 þingmaður. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eða Píratar hafa samanlagt 31 þingmann og vantaði einungis einn þingmann til að mynda lágmarks meirihluta. Ef Framsóknarflokknum væri haldið fyrir utan stjórn, gætu þessir flokkar myndað þriggja flokka stjórnir með hvaða öðrum flokki sem er. Ef Viðreisn væri skipt út fyrir Framsóknarflokkinn í fimm flokka stjórninni, yrði hún með 35 þingmenn. Það er því langt í frá að ekki séu stjórnarkostir í stöðunni. Málið snýst meira um hvað flokkarnir telja pólitískt mögulegt og kannski hversu víðtækur stjórnarsáttmáli til næstu fjögurra ára getur orðið.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15 Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Enginn fær umboð frá Guðna Guðni sendi flokksleiðtogunum skýr skilaboð um ábyrgð þeirra við myndun ríkisstjórnar. Logi og Birgitta hafa enn trú á því að flokkarnir fimm geti myndað stjórn. Katrín og Benedikt íhuga minnihlutastjórnir. 13. desember 2016 07:15
Vinstri græn vildu auðlegðar- og sykurskatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi talað fyrir auðlegðarskatti og sykurskatti í viðræðum um fimm flokka stjórnarsamstarf sem lauk í gær, ekki hærri tekjuskatti. 13. desember 2016 13:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?