Enginn fær umboð frá Guðna Þorgeir Helgason skrifar 13. desember 2016 07:15 Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær. Þeir höfðu haft umboðið í tíu daga en höfðu ekki erindi sem erfiði. Vísir/Stefán Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir alvarlega stöðu komna upp við stjórnarmyndun á Alþingi. Í ljósi sjónarmiða sem komu fram í viðræðum Guðna við flokksleiðtoga í gær ákvað hann að veita engum þeirra umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. Píratar skiluðu stjórnarmyndunarumboðinu til forsetans í gær þegar ljóst var að viðræður þeirra við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna strönduðu. Helstu þrætueplin voru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og ríkisfjármál. „Það er kannski tilefni til þess að skoða myndun utanþingsstjórnar,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hún segir að ekki sé orðið tímabært að ganga til kosninga á ný og að myndun þjóðstjórnar sé ávísun á engar breytingar. „Ég hef þó enn þá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. Þetta er ekki í huga okkar Pírata algerlega fullreynt. En fólk þarf svigrúm núna og þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka keflið,“ segir Birgitta. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er sama sinnis og Birgitta, og telur ekki tímabært að fara að velta fyrir sér myndun þjóðstjórnar. „Það verður mynduð stjórn, hvort það gerist í næstu viku eða þarnæstu mun þurfa að koma í ljós. Ég hef enn trú á því að fimm flokkarnir geti náð saman og myndað stjórn,“ segir Logi Már. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir ekki tímabært að fara að ræða kosningar. „Það er aðeins rétt mánuður liðinn frá kosningum. Menn verða auðvitað að fara að sýna einhverja hugkvæmni og það eru aðrir möguleikar eins og minnihlutastjórnir sem hægt er að skoða,“ segir Benedikt. „Fólk þarf kannski að fara að hugsa út fyrir kassann. Það er eðlilegt að það hafi verið reynt við meirihlutastjórnir en einhverjir möguleikar eins og minnihlutastjórnir hljóta núna að koma til skoðunar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, segist ekki vera með neinar frábærar hugmyndir um hver næstu skref ættu að vera. „Ég held, eftir að hafa verið í viðræðum sleitulaust frá kosningum, þá sé ágætt fyrir mig að geyma spámanninn aðeins og leyfa öðrum að finna út úr því hver næstu skref séu,“ segir Óttarr. Guðni segist vænta tíðinda frá flokksleiðtogunum í þessari viku. Hann minnti þá jafnframt á ábyrgð þeirra og skyldu um að ná samkomulagi um myndun ríkisstjórnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Viðræðum flokkanna fimm slitið Óformlegar viðræður sigldu í strand. 12. desember 2016 14:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26