Innflytjandi á Alþingi segir innflytjendur geta gert gagn í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 21:15 Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar. Alþingi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bandarískur innflytjandi sem kjörinn var á þing í síðustu kosningum segir að á sama tíma og skortur sé á vinnuafli á Íslandi, geti innflytjendur gert gagn. En allt of fáir útlendingar á Íslandi fái menntun sína metna til fulls. Rúmlega helmingur núverandi þingmanna, eða þrjátíu og tveir, hafa ekki setið áður á þingi og halda þeir þessa dagana jómfrúarræður sínar í þingsal. Nichole Leigh Mosty þingmaður Bjartrar framtíðar er ein þeirra en hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1972 en ekki er algengt að innflytjendur setjist á þing. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotin sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgararétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu,“ sagði Nichole. Hún sagðist tilheyra minnihlutahópi sem nú hefði réttilega fengið málsvara á Alþingi og hún teldi sig lánsama að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, réttlæti og lýðræði væru í gildi og haldið hátt á lofti. „Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sömu réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu,“ sagði Nichole. Það hafi verið henni heiður sem leikskólastjóri að þjóna fjölskyldum af mörgum þjóðernum og þar hafi hún lært að allir á Íslandi nytu sömu réttinda. „Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talin þörf á erlendu vinnuafli. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en alltof fáir útlendingar sem fá menntun sína metna til fulls. Þótt við innflytjendur séum eingöngu tíu prósent af samfélaginu hér erum við nógu stór hópur til að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins,“ sagði þessi nýi þingmaður Bjartrar framtíðar. Það felist tækifæri í menntun og menntakerfinu til að jafna stöðu innflytjenda í samfélaginu. En í dag fælist mismunun í því að börnum sem töluðu fleiri en eitt tungumál væri ekki boðið að efla móðurmál sitt samhliða íslenskunni. „Með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinunu,“ sagði Nichole. Brottfall þeirra væri því meira en íslensku barnanna. Nichole var fagnað innilega af samþingmönnum hennar að ræðu lokinni og sagðist Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar hafa tárast í fyrsta skipti í þingsal undir ræðu hennar.
Alþingi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels