Lífið

Allar helstu stjörnur heims mættu óvænt á jólarúnt og tóku All I Want For Christmas Is You

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegur lokaþáttur ársins af Carpool Karaoke.
Rosalegur lokaþáttur ársins af Carpool Karaoke.
Einn vinsælasti dagskráliðir heims í skemmtanaiðnaðnum er Carpool Karaoke með James Corden. Þar fær hann iðulega einn tónlistarmann með sér á rúntinn og tekur nokkur lög með viðkomandi.

Í vikunni mætti Bruno Mars í bílinn til Bretans en í gær birtist allt í einu auka jólaútgáfa af Carpool Karaoke.

Þar mátti sjá allar helstu stjörnur heimsins og eiga þær allar eitt sameiginlegt, að hafa mætt í dagskráliðinn á þessu ári.

Mariah Carey mætti og tók lagið All I Want For Christmas Is You með James Corden, Adele, Lady Gaga, Demi Lovato, Elton John, Selena Gomez, Chris Martin, öllum meðlimum hljómsveitarinnar Red Hot Chili Peppers og Gwen Stefani. Án efa ein allra besta útgáfa ársins af Carpool Karaoke en hér að neðan má sjá útkomuna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.