Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. desember 2016 12:06 Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. Vísir/Ernir Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur. Alþingi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum orðum hefst grein allra borgar- og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu í Fréttablaðinu í morgun. Með hágæðakerfi almenningssamgangna sé átt við kerfi hraðvagna eða léttlesta en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu kerfisins. Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. „Sveitarfélögin eru sammála um það að þetta sé lykilatriði til að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu og það sem gerir sveitarfélögunum kleift að byggja upp íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði án þess að umferðarkerfið springi,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík.Samstarf um fjármögnun Hluti af samkomulaginu er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Í greininni kemur fram að það sé þeirra mat að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu kerfisins í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.Varðandi fjármögnun kerfisins. Hver er kostnaðurinn við að koma því upp? „Þetta verður gert í áföngum en kostnaðurinn er umtalsverður. Hann er þó töluvert lægri heldur en aðrar samgöngulausnir sem við höfum skoðað,” segir Dagur.Kostar tugi milljarða Ljóst sé að kostnaðurinn skipti tugum milljarða. Algjör samstaða sé um það meðal sveitarfélaganna að það sé eðlilegt að ríkissjóður komi að fjármögnun verkefnisins. „Við höfum átt mjög gott samstarf í undirbúningi og þróun verkefnisins með Vegagerðinni. Innanríkisráðherra, núverandi, hefur verið jákvæður og, eftir því sem ég best veit, meira eða minna allir flokkar á Alþingi. Þannig að þetta er einfaldlega eitt brýnasta stórverkefnið í samgöngum landsins alls.”Þið segið að á næstu 25 árum muni íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um að minnsta kosti 70 þúsund. Umferðartafir muni aukast verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Hvenær er raunhæft að þessi borgarlína verði tilbúin? „Það fer eftir því hvort að hraðavagnakerfi eða léttlestakerfi verður fyrir valinu. Við vitum að léttlestakerfið tekur mun lengri tíma í undirbúningi en þau borgarsvæði sem hafa gert þetta markvisst hafa sett á stofn hraðvagnakerfi á 36 mánuðum. Þannig að um leið og ákvörðun og fjármögnun liggur fyrir að þá er hægt að gera þetta býsna hratt.” En er það raunhæft, að eftir fimm til 10 ár að þá geti þetta orðið að veruleika? „Já það finnst mér algjörlega raunhæft. Og ekki bara raunhæft heldur nauðsynlegt,” segir Dagur.
Alþingi Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira