Hægrimenn samþykkja fjárlög fyrir luktum dyrum í Póllandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2016 20:00 Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira