Hægrimenn samþykkja fjárlög fyrir luktum dyrum í Póllandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2016 20:00 Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið. Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Fjölmennur hópur mótmælenda umkringdi þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í nótt, eftir að hægri stjórnarflokkurinn Lög og regla takmarkaði aðgang fjölmiðla að þinghúsinu og afgreiddi fjárlög með leynd. Mótmælendur skora á stjórnarandstöðuna að sameinast og biðla til Evrópusambandsins um að blanda sér í málið. Hægri flokkurinn Lög og réttlæti sem heldur um stjórnartauma í Póllandi ákvað í gær að takmarka aðgang fjölmiðla að þinghúsinu þegar fyrir höndum var atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstöðuþingmenn mótmæltu þessu og þúsundir mótmælenda söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að taka undir með stjórnarandstöðunni og meinuðu þingmönnum útgöngu. Mótmælin stóðu fram á nótt og í dag voru mótmælendur aftur mættir fyrir utan þinghúsið. Mateusz Kijowski formaður nefndar um vörn fyrir lýðræðis fordæmdi stjórnvöld í ávarpi til mótmælenda. „Í gær sýndi Lög og réttlæti að flokksmenn skammast sín fyrir gerðir sínar. Þeir ákváðu að reka frjálsa fjölmiðla út úr þinghúsinu til þess að koma í veg fyrir að fólk sjái hvað þeir hafa fyrir stafni þar,“ sagði Kijowski. Stjórnarandstaðan reyndi að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en stjórnarmeirihlutinn brá þá á það ráð að færa hana úr þingsal í annan sal í þinginu þar sem enginn gat fylgst með hvað fram fór. Það er í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis í Póllandi árið 1989 sem þingstörf fara ekki fram í þingsal og þar að auki fyrir luktum dyrum. Einn þingmanna stjórnarandstöðunnar tók myndir á síma sinn þegar Jaroslaw Kaczysnki forsætisráðherra og fleiri stjórnarþingmenn yfirgáfu þinghúsið. Stjórnarandstöðuþingmenn hrópuðu að forsætisráðherranum að hann væri einræðisherra. Þegar út var komið beitti lögregla mótmælendur afli til að bílar ráðherranna kæmust burt frá þinghúsinu. „Hegðun manna í kvöld gefur til kynna fullkominn hroka. Þetta er ógeðfellt. Við verðum að haga okkur eins og venjulegir borgarar,“ sagði einn mótmælenda. Stjórnarandstaðan segir atkvæðagreiðsluna um fjárlögin ólöglega og fólk sem ekki hafi atkvæðarétt hafi fengið að greiða atkvæði um frumvarpið. Jaroslaw Kaczysnki formaður Laga og réttlætis vísar þessu á bug og segir ríkisstjórnina ekki láta undan hryðjuverkum mótmælenda. „Ég treysti því að stjórnarandstaðan þétti raðir sínar, standi saman, komist loks að samkomulagi og tali einni röddu. Ég treysti algjörlega á það. Ég treysti líka á að ESB láti sig málið varða. Ég treysti líka á að fyrrverandi forsætisráðherra, Donald Tusk, sem styður málið líklega geti togað í ýmsa spotta til að hjálpa okkur,“ sagði mótmælandi við þinghúsið. Margir mótmælendur veifuðu fána Evrópusambandsins en mikill stuðningur er meðal almennings við veru landsins í bandalaginu enda hefur efnahagur Pólverja vaxið hröðum skrefum eftir að landið gekk í sambandið.
Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira