Morteza sendur úr landi í fyrramálið: Segir stjórnvöld senda saklausan mann út í opinn dauðann Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2016 19:00 Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Íranskur hælisleitandi sem hefur verið hér á landi í 18 mánuði verður fluttur úr landi snemma í fyrramálið en hans bíður dauðadómur í heimalandinu. Hann er áhyggjufullur og þykir ómannúðlegt að framkvæma brottflutninginn nokkrum dögum fyrir jól. Morteza Songal Zadeh er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hans bíður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Áður en hann hlaut þann dóm hafði hann verið handtekinn og hýddur 74 sinnum fyrir að brjóta föstubann í Ramadan-mánuði. Honum tókst að flýja til Frakklands og svo til Íslands. Morteza vakti athygli síðasta sumar þegar íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór hann til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Upphaflega átti brottflutningur Morteza frá Íslandi að fara fram í september en Útlendingastofnun tók ákvörðun um að slá honum á frest vegna umsóknar hans um tímabundið dvalar- og atvinnuleyfi sem síðar var synjað. Snemma í fyrramálið á að senda Morteza til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Viku fyrir jól vorum við að búa okkur undir að halda jólin hér. Þetta er síðasti dagurinn sem ég kem til kirkju til að hjálpa til við að túlka fyrir hælisleitendur hér. Ég er líka að kveðja þá,“ segir Morteza. „Írönsk stjórnvöld lífláta að meðaltali einn einstakling á hverjum degi og eiga Íranir heimsmet í þessu. Ég er hræddur og mjög dapur en ég veit ekki hvað ég á að gera. Kannski gríp ég til þess neyðarúrræðis að óska eftir því að íslensku flugmennirnir hlusti á mig og að ég segi þeim hér að á morgun muni þeir flytja saklausan mann til útlanda og út í opinn dauðann,“ segir hann og bætir við að dæmin sýni að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann verði sendur aftur til Írans frá Frakklandi. Morteza hefur túlkað fyrir þjóðkirkjuna undanfarna mánuði en hann er með BA próf í túlkun og meistaragráðu í enskum bókmenntum. Hann á sér draum um að starfa sem túlkur hér á landi og segist eiga marga góða að. „Þeir hafa aðeins eina ástæðu til að senda mig til Frakklands og það er gert á grunni Dyflinarreglugerðarinnar. Þeim ber samt ekki skylda til að gera það. Ég lagði fram fjölmörk rök sem styðja það að ég verði góður borgari hér og starfa hér í sátt og samlyndi,“ segir Morteza.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira