Telur samráðið eiga sér lengri sögu Stefán Óli Jónsson skrifar 21. maí 2014 08:50 Baldur segir að sér hafi í fyrstu þótt tal um verðsamráð fjarstæðukennt. Vísir/Valli Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“ Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Baldur Björnsson, eigandi og framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvenær fyrst hafi farið að örla á verðsamráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins. „Allan síðasta áratug hafa iðnaðarmenn talað um að sama verðið væri í Húsasmiðjunni og Byko en manni þótti þetta alltaf fjarstæðukennt og ég trúði þessu hreinlega ekki,“ segir Baldur. Í lok árs 2004 byggði hann verslunarhúsnæði sem átti síðar eftir að hýsa verslun Múrbúðarinnar. „Ég fékk tilboð frá verslununum tveimur sem hljóðuðu bæði upp á á fjórðu milljón króna og munur milli þeirra ekki nema um fimmtán þúsund krónur,“ segir Baldur og bætir við að þá hafi grunur hans fengist staðfestur. Þrettán fyrrverandi starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru í byrjun maí ákærðir fyrir samkeppnislagabrot vegna verðsamráðs á árunum 2010 til 2011. Í ákærunni er tuttugu og eitt tilvik tilgreint þar sem starfsmennirnir skiptust á upplýsingum um verð á tilteknum vörutegundum. Rannsókn málsins hófst í kjölfar kvörtunar frá Múrbúðinni, en fyrirtækin reyndu ítrekað að fá Múrbúðina í samráð. Byko og Húsasmiðjan eru sögð hafa stundað samkeppnishamlandi verðþrýsting með því að lækka aðeins verð á sama byggingarefni og grófvörudeild Múrbúðarinnar hafði á boðstólum. Verð á öðrum vörum hafi haldist óbreytt. Þar sem Byko og Húsasmiðjan lækkuðu aðeins verð á sömu vörum og Múrbúðin hafði á boðstólum komu upp tilfelli þar sem langt byggingartimbur var ódýrara en stutt, einfaldlega vegna þess að Múrbúðin var ekki með það stutta. Gleggsta dæmið um lækkun sem þessa telur Baldur vera þá þegar fyrirtækin tvö seldu lítra af terpentínu á lægra verði en hálfan lítra, en þá stærð bauð Múrbúðin ekki upp á. „Iðnaðarmenn komu gjarnan í grófvörudeild Múrbúðarinnar til að fá tilboð prentuð út og fóru svo með þau í Byko og Húsasmiðjuna sem mættu tilboðunum og buðu kannski 2% lægra verð,“ segir Baldur og bætir við að þessi undirverðlagning sem fyrirtækin gátu boðið upp á sökum stærðar sinnar hafi verið það sem að lokum gekk af grófvörudeild Múrbúðarinnar dauðri. Baldur segir að Múrbúðin hefði þurft að ná 7 prósenta markaðshlutdeild í grófvörum til að ná fótfestu og verða arðbær. Mest hafi búðin þó einungis náð 2-3 prósenta hlutdeild og það hafi ekki reynst nóg. „Eina skynsamlega aðgerðin var að loka grófvörudeildinni, enda var það aldrei ætlun Múrbúðarinnar að standa í taprekstri til að halda verðinu niðri fyrir iðnaðarmenn og verktaka sem voru í viðskiptum annars staðar,“ segir Baldur. „Við vorum bara tæklaðir.“
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira